Er Seðlabankinn ekki kröfuhafi í Kaupþingi?
14.12.2008 | 14:36
Mér þykir það skrítin lögfræði að íslenska ríkið sé ekki aðili máls gagnvart bretum vegna hruns Kaupþings.
Setur lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings gegn veði í FIH banka, ríkið það ekki einmitt í þá stöðu?
Reyndar er skrítið að skilanefnd Kaupþings hafi ekki burð í sér til að skapa vettvang fyrir þá sem eiga hagsmuna að gæta til að sameinast um kröfugerð og málshöfðun gegn breska ríkinu.
Ef slíkt er ekki hagsmunagæsla veit ég ekki hvað það er.
![]() |
Íslenska ríkið á ekki aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna setur Ingibjörg Sólrún afarkosti núna?
14.12.2008 | 01:57
Ef inngöngubeiðni i ESB er þvílíkt forgangsmál að mati Ingibjargar, á þann hátt að stjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt, samþykki Sjálfstæðismenn ekki að sótt verði um ESB aðild, hlýtur maður að spyrja sig:
Af hverju var þá hægt að fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í upphafi á nákvæmlega þeim sömu forsendum?
Var ESB stefnan bara plat þangað til núna?
![]() |
Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)