Hámörkun verðmæta úr sjó

Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem á að hafa heildaryfirsýn yfir lífríkið í sjónum og veita ráðgjöf um hversu mikið er hægt að veiða af hverri tegund.

Ef ég hef fylgst rétt með byggist sú ráðgjöf reyndar ekki á margstofna líkani, þar sem áhrif veiðiálags á einn stofn á annan stofn eru reiknuð með.

Til dæmis er ljóst að loðnuveiðar hafa bein áhrif á rækjustofninn, þar sem báðar tegundir eru fæða þorsks og annara tegundaí.

Þess vegna verður að fara að taka ákvarðanir um kvóta á grundvelli hámörkunar heildarverðmæta úr sjó. Kannski borgar sig að geyma loðnuna í sjónum sem fæðu fyrir þorskinn, þannig að hann éti minna af rækju og verði kannski feitari sjálfur?


mbl.is Mikil óvissa um loðnuvertíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband