Fiskveiðiauðlindin er Íslendinga

Ég fæ ekki séð að Íslendingar þurfi að vera að rífast um það sem þeir eru sammála.

Full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni sem og öðrum auðlindum þjóðarinnar verða ekki í boði sem gjald fyrir aðgang að ESB. Það myndi ég ekki samþykkja og ég held að íslensk þjóð muni heldur ekki gera það.

Það vita samningamenn ESB og það vita íslenskir þingmenn og því þarf ekkert að ræða það mál.

Það eru fordæmi fyrir því að þjóðir séu ekki undir sameiginlegu fiskveiðistjórn ESB og því er það eðlilegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir stjórn fiskveiða verði varanlega undir íslenskri stjórn.

Við eigum frekar að ræða önnur tormerki við mögulega aðild, eins og nýtingu og eignarhald á vatnsafli og jarðhita, sem og hugsanlegrar olíu.

Þar værum við betur stödd ef menn hefðu tuðlast til að samþykkja auðlindaákvæði í stjórnarskránni eins og Framsókn lagði til, en náði því miður ekki í gegn, vegna andstöðu núverandi stjórnarflokka.


mbl.is Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband