Hver sagði hvað hvenær? - er Samfylkingin stjórnlaus?
4.12.2008 | 21:46
Fyrst Davíð sagði ekki 0%, hvað sagði hann þá?
Sagði hann að allt væri í himnalagi?
Einhvernvegin held ég að það geti ekki verið. Ef svo hefði verið ætti það líka að koma fram.
Það sem meira er, ef hann hefur sagt eitthvað í þessa átt, að útlitið væri svart, hví í veröldinni var viðskiptaráðherra ekki gert viðvart um orð seðlabankastjóra, eins og hann hefur haldið fram?
Ef þetta er tilfellið og Ingibjörg Sólrún vantreystir Björgvini G Sigurðssyni sem viðskiptaráðherra á þann hátt að hann fær ekki slíkar upplýsingar, hlýtur maður að spyrja hví í veröldinni hún skiptir honum ekki út fyrir manni sem hún treystir?
Á þessum tímum verður fullkomið traust að ríkja á milli manna í ríkisstjórn, sérstaklega innan stjórnarflokkanna. Getur verið að ástæðan sé að Samfylkingin sé raunverulega klofin, eins og ég hef áður haldið fram að hún sé og slík brottvikning myndi opinbera klofninginn?
![]() |
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðskrumið afhjúpað
4.12.2008 | 15:24
Davíð Oddsson ber fyrir sig bankaleynd þegar hann neitar að upplýsa viðskiptanefnd um vitneskju hans um hvað varð til þess að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum.
Maður hlýtur að gera þá lágmarkskröfu til formanns viðskiptanefndar, sérstaklega ef viðkomandi er lögfræðingur, að það liggi fyrir hvort heimilt sé að æskja þeirra upplýsinga sem óskað er. Slíkt getur ekki komið mönnum á óvart.
Ef Davíð er ekki stætt á þessu, verður viðskiptanefnd, ef hún vill að borin sé minnsta virðing fyrir sér, að fylgja þessu eftir og krefjast upplýsinganna
- eða viðurkenna að málið hafi allt verið lýðskrum.
Árni Páll Árnason, lögfræðingur og nefndarmaður í viðskiptanefnd, virðist gera sér grein fyrir vitleysunni í sér og samflokksmönnum sínum, þegar hann segir ólíklegt að viðskiptanefnd muni aðhafast frekar í málinu.
Með því hefur hann í raun viðurkennt að um lýðskrum hafi verið að ræða, sem eru vinnubrögð sem eru ekki sæmandi Alþingi Íslendinga.
![]() |
Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Smjörklípa ársins
4.12.2008 | 09:25
Daginn sem krónan er sett á flot lætur Davíð Oddsson hafa eftir sér í viðtali við danskt héraðsfréttablað að hann ætli sér í stjórnmálin á ný, verði hann hrakinn úr Seðlabankastjórastólnum.
Allt fer á hvolf útaf því, þannig að enginn tekur eftir kvörtunum þeirra aðila í fjármálalífinu sem eru beittir höftum og teknir sem gíslar og annarri umfjöllun um stórskaðleg áhrif síðustu aðgerða ríkisstjórnar og Seðlabanka.
Svo er smjörklípan sjálf svo flott: "Davíð Oddsson að koma aftur í stjórnmál"
Bíddu, hætti hann einhverntíma?
Af hverju notaði hann ekki klúbbblað Huddersfield Town United?
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)