Lýðskrumið afhjúpað

Davíð Oddsson ber fyrir sig bankaleynd þegar hann neitar að upplýsa viðskiptanefnd um vitneskju hans um hvað varð til þess að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum.

Maður hlýtur að gera þá lágmarkskröfu til formanns viðskiptanefndar, sérstaklega ef viðkomandi er lögfræðingur, að það liggi fyrir hvort heimilt sé að æskja þeirra upplýsinga sem óskað er. Slíkt getur ekki komið mönnum á óvart.

Ef Davíð er ekki stætt á þessu, verður viðskiptanefnd, ef hún vill að borin sé minnsta virðing fyrir sér, að fylgja þessu eftir og krefjast upplýsinganna

- eða viðurkenna að málið hafi allt verið lýðskrum.

Árni Páll Árnason, lögfræðingur og nefndarmaður í viðskiptanefnd, virðist gera sér grein fyrir vitleysunni í sér og samflokksmönnum sínum, þegar hann segir ólíklegt að viðskiptanefnd muni aðhafast frekar í málinu.

Með því hefur hann í raun viðurkennt að um lýðskrum hafi verið að ræða, sem eru vinnubrögð sem eru ekki sæmandi Alþingi Íslendinga.


mbl.is Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er mikið um vanhæfni þessa daganna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er ég algerlega sammála þér, enda vandfundnari öflugri lýðskrumsdúett en þeir Árni Páll og Ágúst Ólafur.

Ég er reyndar hættur að skilja á hvaða stími viðskiptanefnd er.

Bæði þessi fyrirköllun og svo fyrköllun bankastjóra fyrir nokkru er illskiljanleg, en gefur "sándbæt og dálksentrimetra".

Kannski þeir kalli fyrir Jakob Valgeir næst, nú eða Jón Ásgeir, það væru ekki órökrétt næstu skref í þrotlausri leit nefndarinnar að "sannleikanum".

G. Tómas Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er ansi hætt við að þessi tvö tilvik, mæting bankastjóra viðskiptabankanna og síðar seðlabankastjóra,  gefi tóninn um framhaldið á rannsókn bankahrunsins.

Í Bandaríkjunum er gjarnan vísað til fimmtu viðbótar við stjórnarskrána, sem heimilar vitnum að svara ekki vegna þess að bla bla bla. Hérna hafa tveir verið kallaðir fyrir og svarið hjá báðum: "I plead the Fifth!"

Ef svörin sem menn veita afhjúpa saknæmt athæfi, þó ekki hafi beinlínis verið spurt um það, þá svara menn ekki.  Þannig er það þar og kannski víðar, hver veit?

Flosi Kristjánsson, 4.12.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þú mátt ekki útiloka þann möguleika að viðskiptanefnd hafi ekki getað vitað það fyrirfram að upplýsingarnar féllu undir bankaleynd.

Hún hefði hins vegar átt að vita það fyrirfram þegar bankastýrurnar voru kallaðar á fund um daginn. Nú er það spurning hvað nýja rannsóknarnefndin gerir, það er ekki hægt að bera við bankaleynd gagnvart henni.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það má lesa það á milli línanna að það hafi verið færsla á peningum sennilega út úr Evrópukerfinu sem valdið hafa beitingu hryðjuverkalaga að hálfu Breta því þær upplýsingar eru háðar banka leynd . Þá er spurningin um samtöl var það kannski Geir sem bað Breta að stöðva þessa fjárflutninga eða Björgvin eða Árni Matt eitthver hefur sett Bretana inn í málið og Davíð var búinn að upplýsa að samtöl hefðu farið fram.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.12.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband