Er RÚV ohf að bjarga eigin skinni?

Er tilviljun að  formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái klukkutíma þátt fyrir sig nú þegar verið er að véla með örlög RÚV ohf og fyrirtækið stendur í mikilli varnarbaráttu?

Ég man ekki eftir öðru en að þátturinn Í vikulokin hafi hingað til verið mannaður gestum sem greina fréttir vikunnar út frá hinum ýmsustu sjónarhornum, en nú er þátturinn undirlagður fyrir Sjálfstæðismennina forsætisráðherra og menntamálaráðherra, sem ásamt fjármálaráðherra virðast hafa stofnunina í sinni hendi.

Ef hinir stjórnmálaflokkarnir fá ekki tilsvarandi aðgengi að RÚV ohf er það klárt brot á þeim lögum sem um það gilda.

Hins vegar eru þessi ummæli forsætisráðherra ekki-frétt vikunnar. Ef aðildarviðræður kæmu ekki til greina, hvers vegna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fara í málefnastarf um Evrópumál, mörgum árum á eftir Framsókn og krötum?


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband