Hefjum hvalveiðar strax !!!

Okkur ber skylda til að hefja hvalveiðar strax.

Umhverfisráðherra og fleiri tala um að hvalveiðar skaði ímynd Íslands. Ef útlendingar eru spurðir, halda þeir og hafa haldið um áratugi að við séum að veiða hvali, hvort sem við höfum verið að því eður ei. Skaðinn er því ekkert meiri þótt við gerum það í raun og veru. Við eigum aftur á móti að hætta að auglýsa að við séum að veiða þá, eins og Náttúruverndarsamtök og samtök ferðaþjónustunnar eru að gera.

Þess vegna er allt í lagi að veiða hvali.

Við þurfum að afla alls þess gjaldeyris sem við getum. Hvalkjöt er munaðarvara í Japan og er kjötsala þangað enn ein tekjulindin sem okkur ber að nýta.

Þess vegna er sjálfsagt að veiða hvali.

Með fiskveiðum okkar grípum við inn í lífríkið í hafinu í kringum landið. Hvalurinn er hluti af því lífríki sem við berum ábyrgð á. Ef stærð hvalastofnanna er ekki stýrt, vaxa þeir einfaldlega og fara úr jafnvægi, sem er skaðlegt lífríkinu og gera það að verkum að veiðar okkar hafa meiri neikvæð umhverfisáhrif en ella.

Þess vegna ber okkur að veiða hvali.

Sjávarútvegsráðherra á að gjalda Samfylkingarráðherrum sem segjast bara bera ábyrgð á eigin ráðuneytum, en ekki heildarstefnu ríkisstjórnarinnar líku líkt og gefa út hvalveiðikvóta.

Strax.


Bloggfærslur 7. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband