Hefjum hvalveiðar strax !!!

Okkur ber skylda til að hefja hvalveiðar strax.

Umhverfisráðherra og fleiri tala um að hvalveiðar skaði ímynd Íslands. Ef útlendingar eru spurðir, halda þeir og hafa haldið um áratugi að við séum að veiða hvali, hvort sem við höfum verið að því eður ei. Skaðinn er því ekkert meiri þótt við gerum það í raun og veru. Við eigum aftur á móti að hætta að auglýsa að við séum að veiða þá, eins og Náttúruverndarsamtök og samtök ferðaþjónustunnar eru að gera.

Þess vegna er allt í lagi að veiða hvali.

Við þurfum að afla alls þess gjaldeyris sem við getum. Hvalkjöt er munaðarvara í Japan og er kjötsala þangað enn ein tekjulindin sem okkur ber að nýta.

Þess vegna er sjálfsagt að veiða hvali.

Með fiskveiðum okkar grípum við inn í lífríkið í hafinu í kringum landið. Hvalurinn er hluti af því lífríki sem við berum ábyrgð á. Ef stærð hvalastofnanna er ekki stýrt, vaxa þeir einfaldlega og fara úr jafnvægi, sem er skaðlegt lífríkinu og gera það að verkum að veiðar okkar hafa meiri neikvæð umhverfisáhrif en ella.

Þess vegna ber okkur að veiða hvali.

Sjávarútvegsráðherra á að gjalda Samfylkingarráðherrum sem segjast bara bera ábyrgð á eigin ráðuneytum, en ekki heildarstefnu ríkisstjórnarinnar líku líkt og gefa út hvalveiðikvóta.

Strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Að sjálfsögðu á að veiða hval.  Hvalurinn borðar 20 sinnum meir en við veiðum og því skipta þær enn meira máli. Flestir útlendingar sem borða í Sægreifanum panta sér hval.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu. Þórunn Sveinbjarnardóttir er því miður úti á túni í þessu efni eins og fleirum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Sævar Helgason

Við erum nú þegar með hvalveiðar-hrefnuveiðar eru hvalveiðar.  En allt er það í smáum stíl.  Við eigum tvímælalaust að nýta okkar sjávarauðlind á sjálfbæran hátt- hvalveiðar eiga þar ekki að vera undanskildar.  Hinsvegar þarf að fara með gát. Ef við höfum markað tryggan fyrir hvalafurðir þá eigum við að hefja veiðar.  En Gestur , við getum ekki hafið veiðar núna strax - þessi dýr eru hér sumar og haust gestir... veiðum þá.

Sævar Helgason, 7.12.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar: Góður... En það er um að gera að gefa út yfirlýsingu um að hvalveiðar verði hafnar, þannig að kutarnir verði vel brýndir og hvalveiðimenn geti undirbúið sig sem best.

Gestur Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Við eigum að sjálfsögðu að veiða hrefnu fyrir innanlandsmarkað. En varðandi útflutinginn, þá hefur það sannað sig að sá útflutningur hangir bara á þvermóðskunni í Kristjáni Loftssyni. Þegar hann hættir að hafa gaman af þessu ati þá leggst þetta eðliega niður. Mig þætti gaman t.d. að vita hver geymslukostnaðurinn væri á þessari sendingu sem nú loks er komin á markað í Japan. Þegar hvalveiðar voru og hétu hér í eina tíð var útflutningsverðmæti Hvals HF  svipaður og Bæjarútgerðarinnar svo einhver viðmiðun sé höfð.

Þetta er því miður bara búið spil. Mataræði Japana hefur breyst  gríðarlega hin síðustu ár og er ungafólkið allt komið í vestræna ruslið. Svo vill nú einnig þannig til að Japanir halda sjálfir úti vísindaveiðum í gríðarlegri óþökk og með bullandi ríkisstyrk - svo þessi sending okkar virkar líkt og smyglsending á svæðinu.

Ég vildi svo sannarlega að það væri eitthvað vit í þessu en því miður. Þá halda margir því fram að með veiðum á stórhvölum þá ykist framboð á fæðu slíkt að búast mætti við auknum kvótum í okkar helstu nytjastofna. En sagan segir að þó við veiðum 200 dýr líkt og við gerðum á löngu árabili - þá er það eins og dropi í hafið í samanburði við það magn sem er hér í hafinu yfir sumartímann. Því yrði ávinningurinn aldrei merkjanlegur.

Nær væri að auka strax þorskveiðar um 50 þúsund tonn og gefa ýsuveiðar frjálsar sem gæfi margfalt meira af sér og það höfum við í hendi okkar að gera. 

Atli Hermannsson., 8.12.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Ég þori varla að tjá mig um þessa fyrirsögn Gestur minn ,Á Islandi er mikil gróska i Hvalaskoðun og fáum heimsathygli og tekjur en hinsvegar þurfum við að halda fæðukeðju sjávarins í réttum horfum .Hvalurinn er mikill átvagl og þurfum við að setja þjóðina í1 sæti og hvalinn í hlutlausa vigt til að fá dóminn á kvóta ,Ég vona að þessar línur styggi ekki gamla bauk.

Ásgeir Jóhann Bragason, 8.12.2008 kl. 14:30

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Atli. Vegna mikilvægis jafnvægisins í náttúrunni liggur við að sala kjöts til Japan eigi ekki að vera forsenda útgáfu kvóta, sbr einnig selveiðarnar sem stundaðar hafa verið. Kjötmjöl er nefnilega einnig möguleg afurð úr hvölum og ég á erfitt með að trúa því að hvalir séu sýktir kúariðu.

Gestur Guðjónsson, 8.12.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

það kom upp i huga mér lag ,Smaladrengurinn eftir Skúla Halldórsson-Steingrim Thorsteinsson sungið af Jóhanni Már i Keflavík af vínilplötunni Bóndinn.Gestur.

Ásgeir Jóhann Bragason, 8.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband