Drýpur smjör af hverju strái?

Meðan skilanefndir gömlu bankanna og bankastjórnir nýju bankanna úthluta, deila og drottna, ógagnsætt, utan ramma stjórnsýslulaga, án persónulegrar ábyrgðar, án settra starfsreglna, undir eftirliti þess Fjármálaeftirlits sem stjórnar þeim, er umræðunni um Davíð, Geir, Ingibjörgu Sólrúnu, Icesave, ESB og Árna Matt haldið áfram.

Þótt aðdragandinn að hruninu þurfi rannsóknar við og atburðarásin í sjálfu hruninu einnig, er ég hræddur um að það verði hjóm eitt í samanburði við þá útdeilingu gæða lánardrottna og íslensku þjóðarinnar sem fram fer þessa stundina.

Til að beina kastljósinu annað fljúga smjörklípurnar nú svo víða að brátt hlýtur smjör að drjúpa af hverju strái.

- eins og þegar gæðum landsins var fyrst skipt milli fárra höfðingja á landnámsöld, en þá voru reglurnar mun gagnsærri og skráningin líklegast betri.


mbl.is Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefjum hvalveiðar

Við eigum að hefja hvalveiðar og gefa strax út hvalveiðikvóta.

Fór yfir það í gær í þessari færslu að okkur ber siðferðileg skylda til þess.


mbl.is Norðmenn efast um að þeir sendi meira hrefnukjöt til Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband