Nú þarf að standa við stóru orðin í auðlindamálum
12.2.2008 | 11:18
Fyrir síðustu kosningar var gerð tilraun til að koma ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá lýðveldisins.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi þetta ekki, en gaf þó eftir, eftir að hafa náð að útvatna tillöguna talsvert.
Stjórnarandstaðan, Samfylkingin, Vinstri Grænir og Frjálslyndir, héldu blaðamannafund og buðust til að koma Framsókn til hjálpar í málinu. Hún heyktist á því, enda var ákvæðið ekki eins beitt og flokksþingssamþykkt Framsóknar mælti fyrir um.
Nú er frumvarp með því orðalagi komið fram og þá hljóta sjónir manna að beinast að þeim flokkum sem vildu styðja málið á sínum tíma. Ég er fyrirfram vonlaus um að Sjálfstæðisflokkurinn styðji málið, enda hefur hann unnið leynt og ljóst að því að koma öllum auðlindum í einkaeigu, sem ekki eru þegar komnar í eigu einkaaðila.
En spurningin er: Er Samfylkingin búin að selja sálu sína til Valhallar?
![]() |
Auðlindir í þjóðareign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð dagsins...
12.2.2008 | 08:37
...getur engin annar en Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson átt, þegar hann sagði
"ég hef axlað mína ábyrgð"
og vísar þar til þess að Björn Ingi sleit óstarfhæfu meirihlutasamstarfi við hann og hann missti borgarstjórastólinn í fyrsta skiptið, eftir að hann "lenti" í REI málinu.
Þetta er líklegast í fyrsta skipti sem einhver lendir í því að axla ábyrgð.
Orð dagsins | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)