Nú þarf að standa við stóru orðin í auðlindamálum

Fyrir síðustu kosningar var gerð tilraun til að koma ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá lýðveldisins.

Sjálfstæðisflokkurinn vildi þetta ekki, en gaf þó eftir, eftir að hafa náð að útvatna tillöguna talsvert.

Stjórnarandstaðan, Samfylkingin, Vinstri Grænir og Frjálslyndir, héldu blaðamannafund og buðust til að koma Framsókn til hjálpar í málinu. Hún heyktist á því, enda var ákvæðið ekki eins beitt og flokksþingssamþykkt Framsóknar mælti fyrir um.

Nú er frumvarp með því orðalagi komið fram og þá hljóta sjónir manna að beinast að þeim flokkum sem vildu styðja málið á sínum tíma. Ég er fyrirfram vonlaus um að Sjálfstæðisflokkurinn styðji málið, enda hefur hann unnið leynt og ljóst að því að koma öllum auðlindum í einkaeigu, sem ekki eru þegar komnar í eigu einkaaðila.

En spurningin er: Er Samfylkingin búin að selja sálu sína til Valhallar?


mbl.is Auðlindir í þjóðareign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Afbragðs hugmynd.

Sigurður Þórðarson, 12.2.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sá nýtingarréttur á auðlindum sem einkafyrirtæki eða einstaklingar hafa nú þegar, hafa keypt eða eignast með öðrum löglegum hætti, verður ekki þjóðnýttur án bóta.Íslendingar eru aðilar að EES. og þegnar þeirra landa sem aðild eiga að þeim samningi geta vísað málum ef þeir telja að brotinn sé á þeim eignaréttur, sem telst til mannréttinda,til mannréttindadómstólsins í Srassburg.Dómar þess dómsstóls eru bindandi fyrir Ísland.Ef íslendingar hlýta ekki dómum dómstólsins eiga þeir á hættu að verða reknir úr EES.Við skulum vona að Framsóknarflokkurinn verði sér ekki meira til skammar undir forystu fjósamannsins en orðið er. 

Sigurgeir Jónsson, 12.2.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eins og þú getur séð af frumvarpinu, er einmitt tekið á þessu atriði Sigurgeir. Það gerir ráð fyrir því að þær auðlindir sem eru í dag ekki í einkaréttalegri eigu, verði sameign þjóðarinnar.

Gestur Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband