Össuri hótað brottrekstri úr ríkisstjórn

"Ætli menn að vera ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn, en sofa á nóttunni"

Ég fæ ekki skilið þessi ummæli Geirs H Haarde í kvöldfréttum Stöðvar 2 núna áðan öðruvísi en að hann sé að hóta Össuri Skarphéðinssyni brottrekstri, hætti hann ekki þeirri iðju sinni að ráðast á Sjálfstæðismenn með næturbloggfærslum. Hann megi ekki vera í stjórnarandstöðu á nóttunni .

Samfylkingin hefur enga hótunarstöðu gagnvart Geir, sem hefur stjórnarmyndunarumboðið einn. Í gleðivímunni yfir að komast í ríkisstjórn samdi hún einnig þingrofsréttinn af sér og getur Geir því óhindrað myndað nýja ríkisstjórn að vild, ráðið og rekið ráðherra án þess að Samfylkingin geti neitt gert. Myndi hún því þurfa að kyngja því að Össur yrði rekinn, vilji hún vera áfram í ríkisstjórn.

Þessi hótun setur lestur bloggsíðu Össurar í alveg nýtt samhengi.


Orð dagsins...

...á fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um spurningar umboðsmanns Alþingis til Árna Mathiesens, setts dómsmálaráðherra í héraðsdómararáðningamálinu mikla:

"Samkvæmt heimildum fréttastofu eru spurningarnar vel ígrundaðar og bréfið upp á nokkrar síður. "

Þar sem honum hefur þótt þetta fréttnæmt, hlýtur maður að spyrja, hvort fréttamanninum hafi þótt annað sem frá umboðsmanni kemur illa ígrundað og stuttaralegt?


Bloggfærslur 22. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband