Ótrúleg hræsni Vísis.is í umfjöllun um spilamennsku Birkis Jóns

Vísir.is hefur undanfarið farið mikinn í rógsherferð sinni gegn Birki Jóni Jónssyni í tengslum við spilaáhuga hans.

Ekki nóg með að frétt Andra Ólafssonar, fv formanns Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem er vísvitandi röng og þannig fram sett að lesendur sitja uppi með að hann hafi brotið lög með spilamennsku sinni og ég hef áður bent á, er ennþá á forsíðu vefjarins 3 dögum seinna, eins og sjá má hér:

Fyrsta fréttin

og málinu áfram haldið lifandi með frétt um bloggfærslu hans neðar á síðunni.

En um leið og visir.is telur sig umkominn að fara rangt með og fjalla með þótta og dómhörku um spilaáhuga Birkis, er þessi auglýsing neðst á síðunni:

Betson auglýsing

Tja....... var einhver að tala um flísar og bjálka?


Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband