Er upphaf endaloka Íbúðalánasjóðs hafið?

Í Mogganum í dag var birt viðtal við Geir H Haarde. Var það ósköp ljúft á yfirborðinu en ein setning fékk mig til að staldra hressilega við:

"Félagsmálaráðherra er með vinnu í gangi við að einangra félagslega þáttinn í íbúðalánakerfinu, þannig að við getum tryggt áfram aðstoð til þeirra sem þurfa á því að halda en rekið íbúðalánakerfið að öðru leyti á markaðslegum forsendum."

Jóhanna og Geir eru sem sagt með það á prjónunum að taka félagslega þáttinn út úr Íbúðalánasjóði. Þegar það er búið hefur íhaldið loksins fengið þau rök að segja að Íbúðalánasjóður hafi engu hlutverki að gegna, sem bankarnir geti ekki sinnt og selja eða leggja hann niður.

Eftir verður kratískt ölmusukerfi um leið og bönkunum verður gefinn sá hluti húsnæðismarkaðarins sem þeir hafa lengi viljað. Restin, þá sérstaklega landsbyggðin, mega éta það sem úti frýs og ójafnrétti landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eykst enn...

Viljum við það?


Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband