Er upphaf endaloka Íbúðalánasjóðs hafið?

Í Mogganum í dag var birt viðtal við Geir H Haarde. Var það ósköp ljúft á yfirborðinu en ein setning fékk mig til að staldra hressilega við:

"Félagsmálaráðherra er með vinnu í gangi við að einangra félagslega þáttinn í íbúðalánakerfinu, þannig að við getum tryggt áfram aðstoð til þeirra sem þurfa á því að halda en rekið íbúðalánakerfið að öðru leyti á markaðslegum forsendum."

Jóhanna og Geir eru sem sagt með það á prjónunum að taka félagslega þáttinn út úr Íbúðalánasjóði. Þegar það er búið hefur íhaldið loksins fengið þau rök að segja að Íbúðalánasjóður hafi engu hlutverki að gegna, sem bankarnir geti ekki sinnt og selja eða leggja hann niður.

Eftir verður kratískt ölmusukerfi um leið og bönkunum verður gefinn sá hluti húsnæðismarkaðarins sem þeir hafa lengi viljað. Restin, þá sérstaklega landsbyggðin, mega éta það sem úti frýs og ójafnrétti landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eykst enn...

Viljum við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það eru tilskipanir utanfrá, utan úr heimi með að einkavæða kerfið eins og það leggur sig. 

Ólafur Þórðarson, 25.2.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég er svo hjartanlega sammála þér Gestur. Þetta eru hin dæmigerðu vinnubrögð Sjálfstæðismanna

Guðbjörn Jónsson, 25.2.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vona að þetta sé samsæriskenning dagsins, en ef rétt reynist er Jóhanna orðinn ein mesta gólftuska íhaldsins og greinilegt að tæma á landsbyggðina.

Þetta væri jafnvel meira kjaftshögg en hækkun flutningskostnaðar og raforkuverðs, sem síðast ríkisstjórn kom í gegn til að fækka á landsbyggðinni.

Gaman að fylgjast með því hvað menn fylgja kvótakerfinu vel eftir, með röð aðgerða til að gera landsbyggðina að vonlitlum stað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Trauðla kemst það í gegnum Landsfund Sjálfstæðismanna að loka Íbúðalánasjóði.

Það eru ekki skemmtileg öll sporin í göngu þeirra, sem keypt hafa þau ríkisfyrirtæki, sem seld hafa verið og teljast nú nánast einokunar fyrirtæki á ,,markaði".

All held ég að þrengist um fyrir dyrum venjulegra brauðstritara ef bönkunum verði gefið sjálfdæmi í ÖLLUM vaxtaákvörunum og setningu viðmiða í þjónustu og viðskiptaskilyrða.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 25.2.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Sævar Helgason

"Félagsmálaráðherra er með vinnu í gangi við að einangra félagslega þáttinn í íbúðalánakerfinu"

Er það ekki mjög brýnt mál fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð svo og þá sem  höllum fæti standa tekjulega séð að þessir hópar eigi einhverja möguleika... staðan í dag er sú að þessu fólki eru flest sund lokuð...

Síðan þegar við erum komin í ESB  þá komast þessi húsnæðismál í sama jafnvægi og í löngunum í kringum okkur...eða er það ekki ?

Tek síðan undir með Bjarna K. 

Sævar Helgason, 25.2.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bjarni: Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með landsfund ykkar, að þið verðið ekki látin standa fram fyrir orðnum hlut.

Sævar: Í lánaskilmálum ÍLS er tekið á þessum félagslega þætti. Hann þarf að sjálfsögðu að vera í stöðugri skoðun mv. stöðuna hverju sinni. Hægt er að hafa mismunandi lánahlutföll eftir stöðu fólks o.s.frv. En að taka félagslega þáttinn út skilur restina eftir, söluvænlega einingu, sem með tímanum verður alveg sama um stöðu fólks út á landsbyggðinni, eins og bankarnir hafa gerst sekir um.

Gestur Guðjónsson, 25.2.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband