Björn á réttri leið með varaliðið
3.2.2008 | 23:12
Ég held að dómsmálaráðherra sé á réttri leið með varaliðshugmyndir sínar. Hann er ekki að gera annað, ef ég skil hann rétt, en að skýra nánari framkvæmd á þeim ákvæðum sem þegar eru í almannavarnarlögum og hafa verið þar síðan 1962 og voru örugglega í þeim lögum sem voru í gildi fyrir gildistöku þeirra laga.
Í 10 gr laganna segir að það sé "borgaraleg skylda þeirra, sem eru á aldrinum 1865 ára, að gegna, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi, þar sem þeir dveljast, samkvæmt fyrirmælum, er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar. "
í 12 gr laganna segir ennfremur að "Þeir, sem starfa eiga í hjálparliðum, skulu taka þátt í námskeiðum og æfingum, sem þeir hafa verið kvaddir til."
Ef eitthvað kæmi upp á og ekki væri búið að undirbúa mannskap, t.d. í tilfelli inflúensufaraldar, sem kemur fyrr eða síðar, náttúruhamfara eða ef svo ólíklega kæmi til að út brytust óeirðir, sem flokkuðust undir almannavarnarástand, er ég smeykur um að það heyrðust hljóð úr horni.
Þeir sem eru að líkja þessu við hervæðingu eða ámóta eru í pólítískum hráskinnaleik af verstu sort og ættu að skammast sín. Þeim væri nær að hætta að snúa út úr og koma þá fram með betri hugmyndir til að undirbúa samfélagið fyrir almannavarnarástand en að vera með þennan útúrsnúning.
Ég fæ ekki séð annað en að Björn Bjarnason sé að vinna að málinu af ábyrgð.
![]() |
Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð dagsins...
3.2.2008 | 11:05
...á Ingibjörg R Guðmundsdóttir þegar hún lýsir ósamstæðri og stefnulausri ríkisstjórn á sinn varfærna hátt:
"Í þessari ríkisstjórn eru ólíkir flokkar og það hlýtur að auka breidd í afstöðunni. Við vitum ekki hvort það er gott eða slæmt, við vitum það ekki fyrr en samningar eru búnir. Fyrirfram tel ég að það sé af hinu góða. "
Hún virðist hlakka til að geta spilað á hina ýmsu ráðherra hennar út og suður til að ná fram betri niðurstöðu fyrir sína umbjóðendur. Vonandi fer ASÍ samt með þetta vald sitt af ábyrgð gagnvart efnahagsmálum þjóðarinnar.
![]() |
Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð dagsins | Breytt 12.2.2008 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)