Orð dagsins...

...á Ingibjörg R Guðmundsdóttir þegar hún lýsir ósamstæðri og stefnulausri ríkisstjórn á sinn varfærna hátt:

"Í þessari ríkisstjórn eru ólíkir flokkar og það hlýtur að auka breidd í afstöðunni. Við vitum ekki hvort það er gott eða slæmt, við vitum það ekki fyrr en samningar eru búnir. Fyrirfram tel ég að það sé af hinu góða. "

Hún virðist hlakka til að geta spilað á hina ýmsu ráðherra hennar út og suður til að ná fram betri niðurstöðu fyrir sína umbjóðendur. Vonandi fer ASÍ samt með þetta vald sitt af ábyrgð gagnvart efnahagsmálum þjóðarinnar.


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Heimssýnarmenn og Evrópusinnar eru ekki nema nokkrir menn.Það verður hinn almenni borgari sem mun ráða því hvort gengið verður í Evrópusambandið.Fólk er nú til dags almennt á faraldsfæti til landa í E.vrópu og utan hennar.Samanburður er auðveldur, um leið og fólk fær það á tilfinninguna að auðveldara og áhyggjuminna sé að lifa innan Evrópusambandsins þá mun fólk velja þann stjórnmálafLokk sem kýs að fara þar inn.Það mun enga breyta þótt menn berji sér á brjóst og vísi til þjóðlegra gilda og ágæti fjósalyktar og veifi ímynduðu sverði og hagi sér eins og Don Kíkódi.En trúlega vija fæstir íslendingar fara inn í Evrópusambandið ef hægt er að komast hjá því.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2008 kl. 11:33

2 identicon

vonandi sleppum við úr þessum eb klóm, segjum okkur úr efnahagsbandalaginu og nató (ég er ekki að grínast).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Held að þjóðarsálin sé eins og þú lýsir henni Sigurgeir. Menn vilja helst komast hjá því að fara inn, en munu láta til leiðast ef sá kostur er bestur, þegar til kemur að menn þurfi að svara spurningunni, sem verður ekki í bráð.

Gestur Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband