Siðgæðisnefnd Samfylkingarinnar?

Það að félagar í Samfylkingunni skuli hafa fundið sig knúna til að bera fram tillögu um að samfylkingarfólk eigi að gæta sín í orðavali, hvort heldur er í ræðu eða riti, þegar fjallað er um pólitiska andstæðinga jafnt sem samstarfsmenn, lýsir betur en flest annað um hvernig fulltrúar þeirra hafa verið að haga sér.

Það er gott til þess að vita að það séu allavegana einhverjir þar innanbúðar sem sjá hlutina eðlilegum augum og er misboðið.

En var tillagan samþykkt?

Nei. Meirihluta samfylkingarmanna á fundinum þótti ekki ástæða til að fólk gæti sín í orðavali.

Tillögunni var vísað til stjórnar, sem er þar með orðið siðgæðisnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík. Minnir mann á hlutverk Guðrúnar Þuríðar sem formanns siðgæðisnefndar kvenfélagsins í Ríó-laginu góða.


mbl.is Vilja kurteisi við andstæðinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband