Siðgæðisnefnd Samfylkingarinnar?

Það að félagar í Samfylkingunni skuli hafa fundið sig knúna til að bera fram tillögu um að samfylkingarfólk eigi að gæta sín í orðavali, hvort heldur er í ræðu eða riti, þegar fjallað er um pólitiska andstæðinga jafnt sem samstarfsmenn, lýsir betur en flest annað um hvernig fulltrúar þeirra hafa verið að haga sér.

Það er gott til þess að vita að það séu allavegana einhverjir þar innanbúðar sem sjá hlutina eðlilegum augum og er misboðið.

En var tillagan samþykkt?

Nei. Meirihluta samfylkingarmanna á fundinum þótti ekki ástæða til að fólk gæti sín í orðavali.

Tillögunni var vísað til stjórnar, sem er þar með orðið siðgæðisnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík. Minnir mann á hlutverk Guðrúnar Þuríðar sem formanns siðgæðisnefndar kvenfélagsins í Ríó-laginu góða.


mbl.is Vilja kurteisi við andstæðinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað áttu við Ægir?

Ég minni þig á að þingmenn Framsóknar riðu fyrstir á vaðið og gerðu opinber hagsmunatengsl sín, félagaþátttöku og tekjur. Vinstri Græn fylgdu á eftir.

Hvað gerði Samfylkingin?

Ekkert. Þau vildu ekki opinbera sín mál.

Af hverju var það?

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Anna. Jú. Það kom yfirlýsing um þetta mál frá framboðinu og var það harmað. Það er eitthvað sem þú vilt kannski ekki muna?

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Komdu með dæmi. Ég skal ekkert tala um vinalegar ráðningar Samfylkingarinnar á meðan.

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kaupréttarsamningarnir voru samþykktir af öllum nema VG, einnig Samfylkingunni, þótt mér hafi fundist þeir óeðlilegir.

Fatakaup ekki gefin upp til skatts. Gaf ISG fatapeninga R-listans sem hún fékk upp til skatts? Ríkisskattstjóri hefur ekki kveðið upp úr um að það hafi verið óeðlilegt að gera það ekki.

Bjórveislur fyrir unglinga? Hvað áttu við?

Borið fé á útlendinga er hrein lygi og kjaftasögur. Það hefur engin borið vitni um það þetta hafi átt sér stað.

Sala bankanna? Ertu að segja að ríkisendurskoðandi sé óheiðarlegur og fari rangt með í tvígang. Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda eftir gagnsætt ferli. Landsbankinn var seldur lægstbjóðanda. Ég veit ekki til þess að þeir sem keyptu Landsbankann séu tengdir framsókn. Öðru nær.

Pókerspilamennska er lögleg, engin spilling þar.

Klíkuskapur við ríkisborgararétt. Þar var Samfylkingarkona, Sjálfstæðismaður og Framsóknarmaður sem unnu málið, sem allir hafa svarið af sér að hafa vitað af neinni tengingu. Hvar er spillingin þar.?

Sala

Held að þú eigir að láta eiga sig að vaða eins og fíll í glerbúð, amk að koa

Gestur Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 15:06

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Íraksstríði. Er það spilling? Það voru mistök að styðja það og það hefur flokkurinn viðurkennt.

Kvótakerfið. Þú hefðir sem sagt viljað láta tæma sjóinn? Framsókn vill láta setja sameignarákvæði í stjórnarskrána. VG, F og S boðuðu hjálp við það en heyktust svo á því þegar til kom. Það voru svo kratar og íhaldið sem heimiluðu veðsetningu á heimildunum. Ekki framsókn. Það er veðsetningarheimildin sem hækkaði verðið á kvótanum svona rosalega og hafði þessar ósanngjörnu afleiðingar.

Hvað með Byrgismálið. Hvernig er það spilling sem tengist Framsókn? Ég veit ekki betur en að Guðmundur í Byrginu hafi verið á framboðslista hjá Frjálslyndum.

Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum ásökunum sem hafa fengið að grassera allt allt of lengi. Það er þeim sem halda þeim á lofti til skammar að gera það.

Gestur Guðjónsson, 2.3.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband