Spurning um tímasetningu

Framsókn er búið að skilgreina samningsmarkmið, einn flokka, og greinilegt að flokkarnir virðast ekki ráða við að taka afstöðu í spurningunni um ESB. Þess vegna er afar gott að þjóðin svari því hvort málið sé á dagskrá.

Að fengnu svari við því hvort fara eigi í aðildarviðræður, þarf þá ekki að karpa um það. Í bili amk. Verkefni stjórnmálamannana er svo að leysa sem best úr því verkefni.

Reyndar tel ég að ekki eigi að spyrja þjóðina þessarar spurningar fyrr en efnahagsmálin eru komin í jafnvægi, en það verður ekki fyrr en að nokkrum misserum liðnum. Við erum ekki í neinni samningsaðstöðu fyrr.


mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband