Er röng stefna betri en engin stefna?

Ég held að Árni Páll Árnason hafi rétt fyrir sér í því að það myndi strax skapa meiri tiltrú á íslensku efnahagslífi, ef Ísland segðist ætla að stefna að Evrópusambandsaðild. Þá væru ríkisstjórnarflokkarnir þó í það minnsta með einhverja stefnu í efnahagsmálum, hvort sem hún væri rétt eða röng.

Í dag blasir við að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í efnahagsmálum, væntanlega vegna þess að þeir koma sér ekki saman um hvert beri að stefna. Yfirlýsingar Árna Páls og Ágústar Ólafs Ágústssonar varaformanns Samfylkingarinnar um að aðildarumsókn myndi auka aga í stjórn efnahagsmálam lýsir því ótrúlega viðhorfi að það þurfi slíka gulrót til að menn axli ábyrgð í efnahagsmálum. Að fyrst ekki sé verið að stefna beinustu leið í þá átt sem Samfylkingin vill, þurfi þau ekki að axla ábyrgð.  Ætli þeir séu aldir upp við að fá alltaf nammi þegar þeir voru búnir að taka til í herbergjunum sínum og aldrei hafi verið tekið til annars?

Það sama myndi gerast, ef ríkisstjórnin segði skýrt að hún ætlaði að halda flotgengisstefnunni áfram og styrka Seðlabankann í sínu hlutverki. Það er að vísu ótrúverðugt, þar sem ríkisstjórnin hefur unnið gegn þeirri stefnu undanfarið og þá sérstaklega í fjárlagagerðinni.

Það sama myndi einnig gerast, ef ríkisstjórnin segði skýrt að hún ætlaði að skoða upptöku fastgengisstefnu eða annars forms tengingar við aðra mynt eða myntir, þegar stöðugleika væri náð.

Það sem vantar er stefna. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar rýrir trú á efnahagslífi þjóðarinnar og er því almenningi dýr og væri manni næst að halda að röng stefna væri betri en engin stefna. Henni væri þá amk hægt að breyta við tækifæri, t.d. eftir næstu kosningar.


Bloggfærslur 22. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband