Engar nýjar fréttir um olíuhreinsunarstöð

Enn og aftur er umfjöllunin um hugsanlega olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum á villigötum eins og ég skrifaði um fyrir stuttu.

Hún hefur að megninu til snúist um hlut sem er ekki einu sinni til umræðu. Hvort losunarheimildir séu til staðar fyrir hreinsistöðina. Þær eru ekki til. Það liggur fyrir og ráðherra hefur enn og aftur staðfest það. Ef byggð yrði olíuhreinsunarstöð myndi framkvæmdaaðilinn, sem líklegast væri að leggja niður hreinsistöð af svipaðri stærð, þurfa að koma með losunarkvóta með sér.

Umræðan um umhverfisáhrif olíuhreinsistöðvar á að fjalla um önnur atriði, þá aðallega siglingarnar og þá auka áhættu sem siglingin inn að hreinsistöðinni hefur í för með sér, en einnig losun rokgjarnra efna, svifryks og fastra efna og meðhöndlun þeirra.

Losunarkvótar eru mál rekstraraðilans, ekki ríkisins.


mbl.is Olíuhreinsistöð rúmast ekki innan losunarheimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband