Engar nýjar fréttir um olíuhreinsunarstöð

Enn og aftur er umfjöllunin um hugsanlega olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum á villigötum eins og ég skrifaði um fyrir stuttu.

Hún hefur að megninu til snúist um hlut sem er ekki einu sinni til umræðu. Hvort losunarheimildir séu til staðar fyrir hreinsistöðina. Þær eru ekki til. Það liggur fyrir og ráðherra hefur enn og aftur staðfest það. Ef byggð yrði olíuhreinsunarstöð myndi framkvæmdaaðilinn, sem líklegast væri að leggja niður hreinsistöð af svipaðri stærð, þurfa að koma með losunarkvóta með sér.

Umræðan um umhverfisáhrif olíuhreinsistöðvar á að fjalla um önnur atriði, þá aðallega siglingarnar og þá auka áhættu sem siglingin inn að hreinsistöðinni hefur í för með sér, en einnig losun rokgjarnra efna, svifryks og fastra efna og meðhöndlun þeirra.

Losunarkvótar eru mál rekstraraðilans, ekki ríkisins.


mbl.is Olíuhreinsistöð rúmast ekki innan losunarheimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vestfirðingar geta að sjálfsögðu reiknað sér losunarkvóta, og miðað hann hlutfallslega við stærð Vestfjarða sem hlutfall, af stærð íslands.Orkuna geta þeir fengið hjá Húnvetningum sem hafa Blönduvirkjun.Nú eða virkjað sjálfir í Ófeigsfirði.Fólki sem býr á og kringum Seltjarnarnesið kemur ekkert við hvað Vestfirðingar gera.Það hlýtur að fara að koma að því að fólk á landsbyggðinni rísi upp gegn frekju og yfirgangi,skrílsins og snobbliðsins á tjarnarbakkanum sem er búinn að setja landið á hausinn.

Sigurgeir Jónsson, 1.4.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: haraldurhar

    Gestur þú ætti að vera það vel upplýstur um rekstur olíuhreinsunarstöðvar, og vita það mæta vel að engar forsendur eru fyrir rekstri hennar, vitandi það að einungis fullkomnustu og best búnu olíuhreinsunarstöðvar heimsis og þær er liggja að markaðnum eru rekstarhæfar.  Þú ættir frekar að upplýsa hversu langt er síðan byggð hefur verið ný olíuhreinsunarstöð í US, og segja hversvegna svo sé.

   Það er ljótt að vera blekkja fólk um væntanlega uppbyggingu, er allir sem til þekkja vita að enginn forsenda er fyrir fyrirtækinu.  Það að vera mala um losunarkvóta, og því um síkt er bara blaður er engum kemur við.

haraldurhar, 1.4.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurgeir. Lögin um úthlutun losunarheimilda gera ekki ráð fyrir slíku. Það eru rök í almennri umræðu, réttlætisrök.

Haraldur. Ég veit ekki til þess að það hafi verið byggðar hreinsistöðvar lengi í US í þeim skilningi sem ég tel þig vera að vísa til, þeas ný starfsemi á nýjum stað.

Reyndar er alltaf spurning hvað menn kalla byggingu nýrrar stöðvar, því stöðugt er verið að endurnýja og endurbæta þær hreinsistöðvar sem fyrir eru. Í Evrópu voru settar kröfur um brennisteinshreinsun sem kipptu fótunum undan fjölda gamalla hreinsistöðva. Hinar sem eftir standa hafa þurft að standa í mikilli endurbyggingu til að geta uppfyllt þessar kröfur. Á meðan hefur verið framleiðsluskortur á olíumarkaði og skýrir, auk aukinnar notkunar Kínverja og Indverja, hækkun olíuverðsins.

Þegar búið verður að auka framleiðslugetu hreinsistöðvanna skulum við vona að verðhækkunin hætti í það minnsta og við sjáum einhverjar lækkanir. Það er þessi staðreynd sem knýr þetta verkefni áfram að mínu mati, þótt ég sjá Húsavík, með nálægðina við gufuna og minni íshættu sem vænlegri stað, eigi að vera hreinsistöð á Íslandi.

Gestur Guðjónsson, 2.4.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband