Ólafur F telur mig hafa eyðilagt miðborg Reykjavíkur!

Borgarstjóri Reykvíkinga bar mig og aðra Framsóknarmenn þungum sökum í fréttum RÚV í kvöld.

Ég á víst að bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir miðbæ Reykjavíkur. Ég ku hafa verið að hygla einhverjum ónefndum verktökum og peningamönnum sem eru að láta miðborgina drabbast niður með sérstakri velþóknun minni.

Mér þætti gaman að vita hvaða verktökum og peningamönnum ég hafi verið að hygla og á hvaða hátt ég hafi getað gert það, enda hef ég ekki verið formaður skipulags og byggingarráðs, né nokkur annar Framsóknarmaður nokkurn tíma að því að ég best veit.

Borgarstjóri eða einhver þeirra Sjálfstæðismanna sem bera ábyrgð á honum, verður að tala skýrar, koma með einhverjar skýringar og dæmi um það hvernig ég hafi gert þetta, svo ég geti bætt ráð mitt og reynt að vinda ofanaf þessu klúðri mínu. Hann hefur reyndar gert það ansi dýrt með því að hækka fermetraverðið í 700 þúsund, en það verður líklegast bara að hafa það.

Eða á borgarstjóri kannski ekki við mig?

Við hvern á hann þá?

RÚV sýndi ekki þá fagmennsku að spyrja hann þess í kvöld, né að biðja um dæmi, máli sínu til stuðnings, heldur tekur þátt í "let the bastards deny it" leik Ólafs F og fellur þar með niður á svipað plan og hann. Það er ekki góður staður að vera á, vilji maður láta taka sig alvarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það var fróðlegt að heyra að Ólafur Friðrik fann sökudólginn. Ekki benda á mig !!! (hefur hann trúlega hugsað)

Ekki lagast ástand miðbæjarins ef tími og kraftur er notaður í að leita að sökudólgnnum.

Er ekki komin tími til að hefjast handa við lagfæringar og finna "eitthvað" skipulag.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.4.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skipulagið liggur fyrir. Það tók langan tíma í undirbúningi og er afar vandað. Það þarf bara að fara eftir því og þeir sem byggja samkvæmt því þurfa að hanna byggingarnar inn í götumyndina.

Hugsanlega þarf að skerpa á þeim kvöðum.

Gestur Guðjónsson, 1.4.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Árni. Ég hlýt að fara að gera það.

Ragnar minn. Þú ættir að leita þér hjálpar.

Gestur Guðjónsson, 1.4.2008 kl. 08:24

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ef þú lendir í pólitískum vandræðum er alveg upplagt að kenna framsókn um málið.

Steinn Hafliðason, 1.4.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað áttu við Ragnar? Hvaða aðdróttanir eru þetta hjá þér? Á hverju byggir þú að þessi flokkur hafi ástundað þjófnað og aðrar þær ásakanir sem þú berð fram hér?

Gestur Guðjónsson, 1.4.2008 kl. 12:47

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Gestur!

Það er alltaf auðveldara að benda á aðra. Ég held stundum að stjórnmálamenn séu sérhæfðir í slíkum tilburðum. 

Anna Karlsdóttir, 4.4.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband