Gefur ríkisstjórnin frat í Sameinuðu þjóðirnar?

Þann 11. júní rennur út sá frestur sem Ísland hefur til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Eftir 54 daga.

Mér sýnist 15 þingdagar vera eftir og á þeim tíma þyrftu lagabreytingar að komast í gegnum 3 umræður, hagsmunaaðilar að kynna sér málið og semja umsagnir, heit og löng umræða að fara fram á þingi og á öðrum vettvangi, áður en málið kæmist í gegn.

Ég er smeykur um að þetta sé vitnisburður um að viðbrögðin verði neikvæð, svörin verði þau að lögsaga dómstólsins sé ekki bindandi og mikil áhersla verði lögð á að ekki hafi verið einhugur í nefndinni og rök þeirra sem skiluðu séráliti verði týnd til og gerð að aðalatriði. Málið fari sem sagt ekki til Alþingis yfirhöfuð og engar breytingar verði gerðar.

Eru þetta samræðustjórnmál Samfylkingarinnar í raun?

Ingibjörg Sólrún sagði í seinni Borgarnesræðu sinni:

Ég gagnrýndi valdsmennina þá. Ég hef haldið því áfram og ég mun halda því áfram eins lengi og þörf krefur. Ég tel fulla ástæðu til að tala um hvernig þeir sem stjórna samfélaginu fara með vald sitt, hvernig þeir fara með það opinbera vald sem þeim hefur verið trúað fyrir.

Líklegast er ekkert að marka, hún er komin í ríkisstjórn núna. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif það hafi á framboð okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, stöðu okkar innan hafréttarmála, að við gefum frat í stofnanir þeirra.


Að kunna fótum sínum forráð

Þessi hringavitleysa í kringum REI  sýnir enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki fótum sínum forráð við meðhöndlun almannafjár sem mögulegt er að koma í einkaeigu. Rassvasakapítalismi Flokksins og vina hans er allsráðandi, þegar komið er að kjötkötlunum gleymist allt sem áður hefur verið sagt og ausan munduð af ákafa við að skófla upp úr pottum borgarbúa til vina Flokksins. Langtímahagsmunir borgarinnar virðast engu skipta í því efni. Honum var ekki, er ekki og mun ekki verða treystandi til þess að fara einum með eigur borgarinnar.

Nú er enginn Björn Ingi til að klína skömminni á og ekki gleymdi Villi neinu núna. Fyrirætlanirnar eru skýrar.

Fyrst REI, svo OR.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband