Að kunna fótum sínum forráð

Þessi hringavitleysa í kringum REI  sýnir enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki fótum sínum forráð við meðhöndlun almannafjár sem mögulegt er að koma í einkaeigu. Rassvasakapítalismi Flokksins og vina hans er allsráðandi, þegar komið er að kjötkötlunum gleymist allt sem áður hefur verið sagt og ausan munduð af ákafa við að skófla upp úr pottum borgarbúa til vina Flokksins. Langtímahagsmunir borgarinnar virðast engu skipta í því efni. Honum var ekki, er ekki og mun ekki verða treystandi til þess að fara einum með eigur borgarinnar.

Nú er enginn Björn Ingi til að klína skömminni á og ekki gleymdi Villi neinu núna. Fyrirætlanirnar eru skýrar.

Fyrst REI, svo OR.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fór ekki Villi til Dubai og skrifaði undir eitthvað? REI OR ??

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ekki segja mér að það blað sé týnt líka?

Gestur Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband