Meðfylgjandi bréf sendi ég borgarstjóra í pósti áðan

Reykjavík 2. apríl 2008

Borgarstjóri Reykjavíkur

Hr Ólafur F Magnússon

Ráðhúsi Reykjavíkur

150 Reykjavík

 

Varðandi: Ábyrgð mina á ástandinu í miðborginni

Ágæti borgarstjóri,

Í sjónvarpsfréttum RÚV ohf  þann 31. mars 2008 báruð þér mig og aðra Framsóknarmenn þungum sökum.

Hélduð þér því fram að framsóknarmenn beri ábyrgð á því hvernig fyrir miðborginni er komið.með því að draga taum og hygla verktökum og peningamönnum sem eru að láta miðborg Reykjavíkur drabbast niður.

Aðspurður á borgarstjórnarfundi í gær, þann 1. apríl, lýstuð þér því yfir að þér væruð ekki að visa til Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins með yfirlýsingum yðar.

Meðan þér skýrið ekki mál yðar betur get ég sem framsóknarmaður ekki annað en talið að þér séuð að bera mig þessum sökum. Tel ég það alvarlega árás gegn æru minni, sem er varin að lögum gegn ósönnum ávirðingum.

Óska ég því eftir nánari útskýringum frá yður, hvaða verktökum og peningamönnum, sérhagsmunahópum og flokksmönnum ég hafi verið að hygla og á hvaða hátt ég hafi getað gert það, svo ég geti metið stöðu mína í framhaldinu.

 

Með vinsemd og virðingu,

 

Gestur Guðjónsson

Grettisgötu 67

101 Reykjavík


Bloggfærslur 2. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband