Ekkert svar.... ekkert hljóð, bara....
22.4.2008 | 22:09
Úrræðaleysi við stjórn landsins virðist algert. Engin svör fást, hvorki frá Seðlabanka né Forsætisráðherra við spurningum sem hefðu átt að liggja fyrir löngu áður en Framsókn spurði þeirra.
Guðni Ágústsson sendi skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um áhrif þorskniðurskurðarins á byggðir landsins og meintar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim þann 26.2.2008. Er 10 daga frestur forsætisráðherra til svara löngu liðinn og ekkert bólar á svörum.
Sömuleiðis var Seðlabankanum sendar spurningar um stöðu efnahagsmála í febrúar þar sem óskað var eftir svörum um áhrif kjarasamninga og hvort Seðlabankinn telji ríkisstjórnina hafa gengið nógu langt til að draga úr þenslu í samfélaginu og hvaða áhrif tillögur ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir í kjaramálum hafi á þróun efnahagslífisins, ríkisútgjöld og tekjuöflun ríkisins og hvort ríkisstjórn landsins hafi gengið nógu lagt í þá átt að draga úr þenslu í samfélaginu.
Líklegast eru svörin óþægileg, svo það er þægilegra að hafa hausinn áfram í sandinum.
Á meðan blæðir efnahagslífinu...