Er landbúnaðarráðherra að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð?
5.4.2008 | 12:38
Með því að heimila innflutning á hráu kjöti eykst hættan á því að ýmsir þeir búfjársjúkdómar sem hrjá bústofna nágranna vorra berist í okkar búfénað.
Það að við séum laus við þessa sjúkdóma er ein helsta ástæða þess hversu lítil lyfjanotkun er í íslenskum landbúnaði, sem er stór þáttur í því hversu heilnæmar afurðirnar eru.
Þegar þessa sóttir kæmu til landsins leggjast þær enn ver á íslenska bústofninn og veikja mun fleiri dýr, þar sem hann hefur engar náttúrulegar varnir gegn þeim. Eins er hætt við að fleiri en ein sótt kæmi til landsins samtímis, þannig að endurtekin sýking gæti lagt enn fleiri en ella, þar sem dýrin væru veik fyrir.
Mér er spurn, þar sem það er ekkert sem knýr á um þessa breytingu, hvort ráðherra sé ekki að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð gagnvart því stórtjóni sem hann gæti verið að valda íslenskum landbúnaði með þessari ákvörðun sinni, þá bæði meðan að sóttirnar eru að ríða yfir sem og sá aukni lyfjakostnaður sem henni fylgir óneitanlega?
Ég sé að kratar eru þegar farnir að fagna, en þeir hafa síðan tilraunabúskapur þeirra við Krýsuvík mistókst ávallt barist gegn íslenskum landbúnaði, nú síðast með því að leggja til niðurfellingu á tollum á kjötvörum. Sú tillaga hljómar nógu sakleysisleg og sanngjörn, en það sem viðskiptaráðherra segir ekki eða veit ekki er að aðföng og framleiðsla þessara afurða er niðurgreidd erlendis, eitthvað sem ekki er til að dreifa hérlendis.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessu mun vinda fram.
![]() |
Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |