Þorgerður Katrín vill fara Framsóknarleiðina í Evrópumálum
14.5.2008 | 22:20
Þau tíðindi gerðust í kvöld að varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir viðurkenndi að sú leið sem Framsóknarflokkurinn hefur varðað í Evrópumálum, sé sú skynsamlegasta og boðar að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að styðja þá leið.
Þessu lýsti hún yfir á innanfélagsfundi Sjálfstæðisflokksins í kvöld. RÚV var undarlegt nokk mætt á fundinn og rennir stoðum undir uppnefnið Bláskjár, en hingað til hafa innanflokksfundir stjórnmálaflokkanna ekki verið teknir upp, nema þegar einhver stórtíðindi hafa átt sér stað.
Þótt það sé hárrétt hjá henni að tvöföld kosning sé skynsamlegasta leiðin, er það athyglisvert að hún telji það í ljósi þess að hún hefur ítrekað og sífellt sagt, nú síðast í Silfri Egils, að Sjálfstæðismenn telji ekki skynsamlegt að ganga í ESB. Af hverju ætti þá að kjósa ef hún er svona staðföst í þeirri trú?
Er það vegna þess að hún hefur verið að tala þvert gegn eigin sannfæringu?
Hvernig er hægt að taka mark á slíkum stjórnmálamönnum?
![]() |
Hefur áhyggjur af borgarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð dagsins...
14.5.2008 | 12:41
... á Gísli S Einarsson, bæjarstjóri Akraness, sem segir að:
"þótt hann gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn nú sé hann sami jafnaðarmaðurinn og hann hafi alltaf verið"
Það var og...
![]() |
Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju á loftslagið að njóta vafans?
14.5.2008 | 00:15
Þetta er afar sterk röksemdafærsla.
Getum við tekið þá áhættu að vona að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum muni ekki valda stórkostlegum breytingum á lífsskilyrðum á jörðinni í von um að spara einhverjar upphæðir?
Getum við tekið þá áhættu að vona að það sé í lagi að nýta ekki orkuauðlindir sem spara útblástur gróðurhúsalofttegunda?