Af hverju á loftslagið að njóta vafans?

Þetta er afar sterk röksemdafærsla.

Getum við tekið þá áhættu að vona að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum muni ekki valda stórkostlegum breytingum á lífsskilyrðum á jörðinni í von um að spara einhverjar upphæðir?

Getum við tekið þá áhættu að vona að það sé í lagi að nýta ekki orkuauðlindir sem spara útblástur gróðurhúsalofttegunda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við grípum til aðgerða og það reynist óþarft þá erum við að tala um milljónir og aftur milljónir dauðsfalla sem komast hefði mátt hjá. Meðalævilíkur hafa verið að rísa hratt undanfarnar tvær aldir vegna iðnþróunar og ef að þú dregur úr hraða þeirrar þróunar þá rísa þær hægar.

Ef við miðum við þær afleiðingar sem IPCC gerir ráð fyrir þá þykir mér það mjög ólíklegt að það borgi sig að grípa til aðgerða.

Hinn möguleikinn er náttúrulega að einhvers vegna verði afleiðingarnar af þessu hlýnunarskeiði miklu, miklu alvarlegri en af öllum fyrri hlýnunarskeiðum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband