Telur Seðlabankinn trúverðugleika sinn alveg búinn?
16.5.2008 | 10:57
Í fréttatilkyninngu Seðlabankans um þessa ágætu samninga við systurbanka hans í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, opinberast sú staða sem Seðlabankinn telur sig vera kominn í vegna síendurtekinna innihaldslausra og rangra yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Seðlabankinn þorir ekki að gera efnislega grein fyrir samningunum, heldur vísar í fréttatilkynningar hinna bankanna. Býst þannig ekki við því að honum verði trúað gerði hann sjálfur grein fyrir þeim.
Ef þetta er að einhverju leiti rétt, hefur framkoma ríkisstjórnarinnar skaðað trúverðugleika íslensks efnahagslífs stórkostlega og valdið óheyrilegum kostnaði.
Næsta skref, sem löngu hefði átt að vera búið að stíga, er að auka gjaldeyrisvaraforðann sjálfan, því þessir samningar eru jú bara um aðgengi að skammtímakrít.
Enn á reyndar eftir að koma fram hvað þessir bankar fá fyrir sinn snúð, hvort greiða þurfi fyrir samninginn eða hvort í honum felist ábyrgðaryfirfærsla á starfsemi íslensku bankanna í þessum löndum til Íslands, eða hvort bankarnir meti það svo að þeim stafi svo mikil hætta af íslensku áhættunni að þeir telji þetta réttlætanlegt.
![]() |
Skiptasamningar gilda út árið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flokkur valdsins er á móti breytingum
16.5.2008 | 00:53
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd meira og minna frá lýðveldisstofnun. Hefur stærð hans og fylgi verið langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast út frá þeirri staðsetningu sem hann segist hafa í íslenskum stjórnmálum, þ.e. sem hægriflokkur einstaklingsfrelsisins.
Enda er hann engin hægriflokkur í raun. Hann er valdaflokkur, íhaldsflokkur fólks sem er við völd og vill fá að njóta þeirra gæða sem felast í því að vera áfram við völd í stjórnmálum eða viðskiptalífi. Í huga þess eru allar breytingar ógn. Ógn um að staða þess breytist og að hugsanlega gætu einhverjir náð spón úr þeirra aski eða komið sér sjálft í álnir eða stöðu sem gæti jafnast á við þeirra eigin stöðu og ógnað henni í einhverju tilliti. Ef breytingar eru óumflýjanlegar skal tryggt með ráðum og dáð að þær breyti ekki því valdahlutfalli sem komið hefur verið á.
Skipta hagsmunir heildarinnar þá minnstu máli en hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir, sú hlið er í þeirra munni kölluð frelsi einstaklingsins. Frelsi til að fá að halda sinni stöðu.
Hugsanleg innganga í ESB er slík ógn. Völd færðust til Brussel og ekki væri lengur hægt að hafa fulla stjórn á öllum þeim gæðum sem hægt er að afla og eru til skiptanna hverju sinni.
Þeir sem hafa ráðið ríkjum í Sjálfstæðisflokknum undanfarið eru sáttir við óbreytt ástand og því er hann íhaldssamur, því breytingar hafa ávallt í för með sér að einhver gæði gætu færst til og það er handhöfum gæðanna á hverjum tíma á móti skapi.
Þess vegna verður afar fróðlegt að fylgjast áfram með því hvernig Evrópuumræðan hjá Sjálfstæðisflokknum mun þróast á næstunni, eftir að Þorgerður Katrín sá ljósið í þeirri leið sem Framsókn hefur varðað í málaflokknum. Hún á nefnilega ekki rætur í þvi umhverfi sem skapar þá íhaldssemi sem ég lýsti hér að ofan og Björn Bjarnason er frekar fulltrúi fyrir.
Mun frjálshyggjan og frelsi allra einstaklinga sigra íhaldssemina?
![]() |
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |