Telur Seðlabankinn trúverðugleika sinn alveg búinn?

Í fréttatilkyninngu Seðlabankans um þessa ágætu samninga við systurbanka hans í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, opinberast sú staða sem Seðlabankinn telur sig vera kominn í vegna síendurtekinna innihaldslausra og rangra yfirlýsinga ráðherra ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Seðlabankinn þorir ekki að gera efnislega grein fyrir samningunum, heldur vísar í fréttatilkynningar hinna bankanna. Býst þannig ekki við því að honum verði trúað gerði hann sjálfur grein fyrir þeim.

Ef þetta er að einhverju leiti rétt, hefur framkoma ríkisstjórnarinnar skaðað trúverðugleika íslensks efnahagslífs stórkostlega og valdið óheyrilegum kostnaði.

Næsta skref, sem löngu hefði átt að vera búið að stíga, er að auka gjaldeyrisvaraforðann sjálfan, því þessir samningar eru jú bara um aðgengi að skammtímakrít.

Enn á reyndar eftir að koma fram hvað þessir bankar fá fyrir sinn snúð, hvort greiða þurfi fyrir samninginn eða hvort í honum felist ábyrgðaryfirfærsla á starfsemi íslensku bankanna í þessum löndum til Íslands, eða hvort bankarnir meti það svo að þeim stafi svo mikil hætta af íslensku áhættunni að þeir telji þetta réttlætanlegt.


mbl.is Skiptasamningar gilda út árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Seðlabankinn og stjórnvöld hafa ekki staðið vaktina og þess vegna erum við í þessum sporum eða réttara sagt dýfum.

Mér sýnist þetta vera jákvætt skref og vonandi eitt af mörgum í rétta átt.  Ég gæti trúað því að það komi fréttir af svipuðum samningum við Seðlab. Evrópu og þann breska sem mun þá bæta stöðuna.

Sigurjón Þórðarson, 16.5.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Enn er vandanum bara slegið á frest

G. Valdimar Valdemarsson, 16.5.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gestur

Ég veit að gengi íslensku krónunnar hefur skoppað þó nokkuð undanfarið. En það hafa vissulega ýmsir aðrir gjaldmiðlar einnig gert. Munið vinsamlegast, að þegar evran var sjósett hér þá féll hún næstum strax mikið gangvart dollar.

Þá sögðu menn hér í ESB að evran væri "ónýtur" gjaldmiðill, sem var náttúrlega hlægilegt að halda fram, því gjaldmiðill er einungis gjaldmiðill, sama hvaða nafni hann nefnist. En núna steinþegja þessir menn, því núna er evran svo há gagnvart dollar að útflutningur frá ESB til BNA á undir högg að sækja. En sem sagt, evran er einungis gjaldmiðill eins og aðrir gjaldmiðlar, hún mun fara upp og niður. Sama er að segja um íslensku krónuna.

Gjaldmiðlar munu alltaf sveiflast innbyrðis því þeir byggja jú á breytilegum stærðum og á eftirspurn og framboði. Það mikilvægasta er þó að hafa eingin gjaldmiðil og eigin peningastjórntæki og eign seðlabanka og sem byggir á STERKU efnahagslífi. Allt annað er einungis þokusnakk.

Íslenskt efnahagslíf hefur þróast svo hratt undanfarið að Seðlabanki Íslands hefur ekki getað fylgt alveg þeirri öru þróun í átt til mikillar alþjóðavæðingar hagkerfisins, og sem hefur átt sér að stórum hluta stað undanfarin þrjú ár, aðeins. Harðinn og krafturinn hefur verið svo mikill á Íslandi.

En núna er einmitt verið að ráða bót á þessu. Seðlabankinn er að koma sér upp gjaldmiðilsstjórntækjum sem flestir seðlabankar í opnum hagkerfum hafa haf um áraraðir. En menn verða að muna að það er fyrst á undanförnum örfáum árum að Seðlabankinn hefur haft brýna þörf á þessum stjórntækjum því hagkerfi Íslands var þá ekki nærri eins alþjóðavætt og það er að verða núna. Hérna á ég við þá currency swap (FX Swap), eða gjaldmiðlaskiptasamninga sem eru í vinnslu. Sviss notar svona samninga mjög mikið, kanski einna mest. ECB og The Fed eru að koma á FX Swap á milli sín til þess að dollaraþyrstir evrópskir viðskiptabankar geti gengið auðveldari aðgang að dollurum á tímum þrenginga á fjármálamörkuðum.

Þið búið því við öfundsverða stöðu kæru Íslendingar, sem er:

- Eigin seðlabanka sem er að vaxa og fá stærra hlutverk í vaxtarþjóðfélagi

- Jákvæð vandamál hagvaxtar í stað stöðnunar

- Mikla nýsköpun sem kallar á örar breytingar

- og hratt vaxandi nýjar atvinnugreinar

- í hagkerfi sem er að hnattvæðast

Gefa þar Seðlabanka Íslands tíma til að mæta nýjum þörfum nýrra atvinnugreina. Ég er ekki viss um að stóru viðskiptabankarnir hafi vaxið í samráði við Seðlabankann, hmm. En þeir hafa jú ferðast all hratt undanfarin 3 ár. Krafturinn hefur verið mikill.

Ég er viss um að Seðlabanki Íslands mun vaxa með sínu hlutverki. Þetta er einungis byrjunin á lengra og stærra ferli.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband