Dýrar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð

Það er sorglegt að sjá stjórnmálamenn gera jafn dýr mistök og gerð hafa verið með óljósum yfirlýsingum um Íbúðalánasjóð.

Öll slík óvissa er samfélaginu dýr af margvíslegum ástæðum. Hún rýrir traust á sjóðnum sem hefur áhrif á þau kjör sem honum bjóðast. Hún skapar óvissu um þau kjör sem húsbyggjendur og fólk í íbúðakaupahugleiðingum bjóðast, sem alla jafna veldur því að það heldur að sér höndum, húsnæðiskeðjan stöðvast og þörfin safnast upp. Það veldur því svo að verktakar ná ekki að selja íbúðir og svo þegar stíflan brestur, verður yfirþan á markaði. Allt slíkt er óeðlilegt og skapar kostnað. Óþarfa kostnað sem engin græðir á.

Ef menn telja nauðsynlegt að fara í þau skemmdarverk sem mann heyrist að fara eigi í og í rauninni að hverfa frá grunnhugmyndinni á bakvið sjóðinn, að láta almenning njóta þess traust sem ríkissjóður hefur á lánamarkaði, á að undirbúa slíkar breytingar á bakvið tjöldin, kynna þær eins fullmótaðar og hægt er og láta þær koma til framkvæmda með skömmum fyrirvara.

Þetta yfirlýsingagljáfur sem sífellt dynur á þjóðinni, þetta síðast, sem var einnig helsta einkenni síðustu krata-íhaldsstjórnar, veikir alla tiltrú og skapar óvissu sem gerir vandaða áætlanagerð ómögulega, sem gerir það að verkum að mikil verðmæti glatast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband