Ábyrgð stjórnar OR

Það eru nokkur atriði sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur verður að hafa í huga.

  1. Stjórn OR ber fyrst og fremst skylda til að gæta hagsmuna fyrirtækisins fyrir hönd eigenda þess, þ.e íbúa Reykjavíkur, Borgarness og Akraness.
  2. Stjórn OR fer ekki með náttúruvernd á svæðinu, það gerir sveitarstjórn Ölfuss.
  3. Iðnaðarráðherra er fullheimilt að veita öðrum aðilum nýtingarheimild á svæðinu. Ég býst við að HS eða LV séu bæði viljug að taka við keflinu, þannig að ef það er ásetningur stjórnar OR að leika náttúruverndaryfirvald á svæðinu og fremja þannig valdarán gagnvart Ölfusi, er það einfaldlega ekki hægt.
  4. Undirbúningur Bitruvirkjunar hefur örugglega kostað vel yfir milljarð, líklegast nær tveimur. Hefur stjórn OR heimild til að henda þeim fjármunum út um gluggan án samþykkis eigenda vegna þessarar tilraunar til valdaráns? Ég hélt að slíkt samþykki þyrfti að veita á eigendafundi.
  5. Getur stjórn OR nú lágmarkað tjón sitt með því að selja rannsóknarniðurstöðurnar til HS eða LV, eða eru rannsóknarniðurstöðurnar almannaeign?
  6. Hvernig samræmist þessi ákvarðanataka niðurstöðum og lærdómi REI skýrslunnar?
  7. Ef stjórn OR hefur svona miklar efasemdir um verkefnið, af hverju var það þá ekki stöðvað löngu fyrr?

Nei, þessi virkjun er allt, allt annað en Nesjavallavirkjun eða sérstaklega Hellisheiðarvirkjun, sem er algert slys í útliti og frágangi og þau atriði sem Skipulagsstofnun leggur til grundvallar sínu áliti eru í besta falli skrítin. Auðvitað þarf hús, en ef húsin teljast ljót en þau eru óhönnuð, hefði verið hægt að setja skilyrði um að takmarka sýnileika þeirra, annaðhvort með görðum, niðurgreftri eða öðrum lausnum. Þarna er Skipulagsstofnun í rauninni að ráðast að skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Hávaðastig hefði verið hægt að setja skilyrði um í stað þess að ákveða að þau væru of mikil.

Það liggur fyrir að útivistarnýting svæðisins mun breytast, Skipulagsstofnun tekur ekki inn í matið hvort sama ferðaþjónusta geti færst, t.d. á þau svæði sem ekki er raskað. Svæðið hefur minnkað til mikilla muna í ferlinu, sem er einmitt tilgangur umhverfismatsferlisins og ber að fagna, að framkvæmdaraðilar hugsa á allt annan hátt um umhverfisáhrif en áður. Bætt veglagning og þar með aðgengi að þeim svæðum sem eru utan áhrifasvæðis virkjunarinnar eru henni ekki virt. Við skulum hafa í huga að svæðið er þegar raskað með háspennulínum.

Allt í einu er hugsanleg aukin hveravirkni orðið neikvæð!!!

Þetta eru spurningar sem allt þarf að leita svara við. Stjórn OR er ekki aðilinn sem á að svara þeim einn og allra síst á örstuttum fundi án undangengins eigendafundar og umræðu í sveitarstjórnum eigenda sinna. Stjórn OR á að gæta hagsmuna þess fyrirtæki sem henni er treyst fyrir. Skipulags- og náttúruverndaryfirvald og framkvæmdaleyfisgjafi svæðisins, Ölfus, hlýtur að vera sá aðili sem á að veita endanlega svarið við því hvað sé ásættanleg og hvað ekki.


mbl.is Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð úr Hádegismóum?

Er þetta tilviljun?

Gervigreind Geirs


Skýra þarf hlutverk sveitarfélaga í íþróttastarfi

Eins og lagaramminn er í dag, fer menntamálaráðherra með íþróttamál og fær fjárveitingar frá Alþingi til að styðja við íþróttastarf.

Hefur það verið í formi styrkja til ÍSÍ sem fer með ráðstöfun þess fjár til eigin starfsemi og sérsambandanna. Hefur verið gerður samstarfssamningur um meðferð þess fjár og er það til fyrirmyndar, þótt auðvitað þurfi að auka það fjármagn, svo starfsemi ÍSÍ og sérsambandanna snúist meira um íþróttir en minna um fjáröflun.

En grasrótin, íþróttafélögin sjálf, hafa enga beint markaða tekjustofna og fjárveitingavaldið hefur ekki markað þeim neinar tekjur í fjárlögum, né í samningum sínum við sveitarfélögin um tekjustofna þeirra. Þó ber að geta þess að hreyfingin sjálf hefur beint hluta tekna Lottósins niður til grasrótarinnar, en ef hreyfingin ákveður að skipta fénu með öðrum hætti, getur ríkisvaldið ekkert gert í því. Lögformlega amk.

Auðvitað hafa sveitarfélögin og fyrirtæki í heimabyggð styrkt íþróttastarfsemi, með rekstrarstyrkjum og aðstöðusköpun, en þeim ber afar takmörkuð skylda til þess og þeim er ekki markaðar neinar tekjur til þess heldur. Því er þessi stuðningur afar misjafn á milli sveitarfélaga og á mismunandi formi og staða íþróttafélaganna háð duttlungum stjórnmálamannanna á hverjum stað. Það er gott fyrir sum félög, en ekki önnur og það veldur því að í sumum félögum fer megin orka stjórnenda í tekjuöflun meðan aðrir stjórnendur geta verið að sinna íþróttum og æskulýðsstarfi. Í rauninni eru sveitarfélögin í þeirri stöðu að fyrst þetta er ekki lagaskylda er það í raun lögbrot að veita fé til þeirra, ef hægt er að benda á önnur lögbundin verkefni sem þau eru ekki að sinna að fullu.

Við þetta er ekki hægt að búa. Sífellt erfiðara er að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnu og ef þær hendur sem bjóðast eru uppteknar við að afla fjár, nýtast þær ekki til að vinna góð störf í íþrótta- og æskulýðsmálum. Þetta verður að skýra, í samningum við sveitarfélögin og með skýrri lagasetningu.


Bloggfærslur 29. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband