Nýjasti kokkteillinn - Hvergerðingur

Víða um Hveragerði hafa menn verið að blanda nýjasta kokkteilinn, sem hlotið hefur nafnið Hvergerðingur.

Þú tekur allt vínið í húsinu; sterkt, rautt, hvítt, líkjöra og alles, hendir því í gólfið, hrærir í því með gólftusku og vindur í fötu.

Hægt er að drekka þetta beint úr fötunni, en í lúxusútgáfu eru glerbrotin síuð frá og hellt í glös.

Engum sögum fer reyndar af því hversu vinsæll drykkurinn er, en hann hefur verið blandaður ótrúlega víða að undanförnu.

 


mbl.is Allt í lamasessi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband