Við sölu Símans voru teknir til hliðar peningar til byggingar fyrsta hluta spítala, svo ef ekki hefur verið framið rán í Seðlabankanum, er hrein vitleysa í formanni fjárlaganefndar að breyting á tekjum ríkissjóðs eigi að hafa áhrif á byggingu spítalans.
Nema endurtekning Sjálfstæðisflokkshestanna á undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram kosti svona rosalega mikið að það taki alla peninga? Ég á bágt með að trúa því.
Maður hræðist svona fréttir, sérstaklega í ljósi einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum, sem virðist ætla að koma allri starfsemi sem hægt er að græða á til einkaaðila, svo hægt sé að hefja einkavæðingu á næsta kjörtímabili. Bygging háskólasjúkrahúss gengur jú gegn þeirri stefnu, svo frestun þess er enn einn vitnisburðurinn um að þetta sé hinn raunverulegi ásetningur Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisráðuneytinu og það sem Geir H Haarde átti við þegar hann nú væri hægt að gera hluti sem ekki hefði verið hægt með Framsókn í ríkisstjórn.
Þessu virðist Samfylkingin ætla að taka þátt í.
Ljótt ef satt er.
![]() |
Fresta nýja spítalanum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |