Verður tóm Landspítalalóðin minnisvarði einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar?

Við sölu Símans voru teknir til hliðar peningar til byggingar fyrsta hluta spítala, svo ef ekki hefur verið framið rán í Seðlabankanum, er hrein vitleysa í formanni fjárlaganefndar að breyting á tekjum ríkissjóðs eigi að hafa áhrif á byggingu spítalans.

Nema endurtekning Sjálfstæðisflokkshestanna á undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram kosti svona rosalega mikið að það taki alla peninga? Ég á bágt með að trúa því.

Maður hræðist svona fréttir, sérstaklega í ljósi einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum, sem virðist ætla að koma allri starfsemi sem hægt er að græða á til einkaaðila, svo hægt sé að hefja einkavæðingu á næsta kjörtímabili. Bygging háskólasjúkrahúss gengur jú gegn þeirri stefnu, svo frestun þess er enn einn vitnisburðurinn um að þetta sé hinn raunverulegi ásetningur Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisráðuneytinu og það sem Geir H Haarde átti við þegar hann nú væri hægt að gera hluti sem ekki hefði verið hægt með Framsókn í ríkisstjórn.

Þessu virðist Samfylkingin ætla að taka þátt í.

Ljótt ef satt er.


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðarbúið er gjörsamlega fallít:

4. júní 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2008

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 2.211 ma.kr. í lok fyrsta ársf¬jórðungs og versnaði um 628 ma.kr. á ársfjórðungnum. Þessi þróun stafar einkum af veikingu gengis krónunnar, þ.e. hækkun á verði er¬lendra gjaldmiðla um 29,6% samkvæmt gengisskráningarvísitölu sem endurspeglast í samsvarandi hækkun stöðutalna um erlendar eignir og skuldir. Einstakar myntir, t.a.m. evra hækkuðu þó talsvert meira eða um tæplega 33%. Erlendar eignir námu 7.758 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 9.970 ma.kr.

Næsta birting: 4. september
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 7.6.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eins gott Ægir.

Gestur Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband