Góðar hugmyndir Talsmanns neytenda

Þótt maður leggi sig allan fram á maður oft í erfiðleikum með að komast að því hvað hlutirnir kosta, ef þeir eru yfirhöfuð merktir í matvöruverslunum. Það gerir það að verkum að maður er oft að setja hluti í körfuna sem maður veit ekkert hvað kosta og getur því ekki tekið upplýsta ákvörðun um kaupin.

Maður nennir ekki að standa í því að fara á kassann og spyrja að því hvað hitt og þetta kosti.

Það er einnig eðlilegt að miðað sé við að verðbreytingar séu ekki framkvæmdar á opnunartíma þegar um rafrænar verðmerkingar er að ræða. Eðlilegt er að miða við að slíkt sé gert fyrir eða eftir opnun, og miðað við miðnætti ef búðin er opin allan sólarhringinn.


mbl.is Vill nefna verslanir sem verðmerkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í WalMart og fleiri keðjum erlendis er hægt að fá lánaða "byssu" sem maður notar til að skjóta á strikamerkið og sjá verðið. Sniðugt kerfi sem myndi spara starfsmönnum slíkra verslana mikla vinnu, en keðjurnar myndu náttúrulega verða af svindlgróðanum sem skapast með mismuninum á hillu- og kassaverði.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband