Nóatún svínar á reyktum svínasíðum

Keypti þetta beikonbréf um daginn í Nóatúni Nóatúni. Rak augun í verðið þegar ég var búinn að opna bréfið og sá þá að miðinn var upp á tæpt kíló. Setti bréfið á vogina, tók mynd af því og sendi Nóatúni á uppgefið netfang á heimasíðu þeirra. Vigtin mín segir 269 gr, en bréfið segir 950 gr.

DSC_00131

Í sjálfu sér er allt í lagi að gerð séu mistök við vigtun, ef engin mistök væru nokkurn tíma gerð væri verið að eyða of miklu í gæðaeftirlit. En þegar fyrirtæki svara ekki kvörtunum og gera enga tilraun til að leiðrétta mistök eins og í þessu tilfelli er það ekki ásættanlegt.


Bloggfærslur 16. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband