Vantraust á alla borgarstjórn Reykjavíkur
17.8.2008 | 12:57
Það að 26,2% skuli styðja nýjan meirihluta B og D les ég sem vantraust og pirring út í það hvernig haldið hefur verið á málum í borgarstjórn Reykjavíkur hingað til, frekar en sérstakt vantraust á þann meirihluta sem tekur við á fimmtudaginn kemur. Það eru harðir stuðningsmenn viðkomandi flokka, vel innan við kjarnafylgi þeirra, sem styðja meirihlutann.
- Aðrir styðja ekki meirihlutann, sem er eðlilegt, enda ekki búið að kynna málefnasamning og mönnun embætta. Af hverju ætti maður að þakka fyrir jólagjöf fyrr en maður er búinn að opna, ef maður er fullur vantrausts?
44,5% taka ekki afstöðu til einstakra flokka, sem ég les sem að fólki sé nokk sama um hvaða flokkur sé við stjórn, það treystir einfaldlega engum flokki í borgarstjórn til að gera betur en hingað til. Fylgi Samfylkingarinnar er að talsverðum hluta ósk um að Tjarnarkvartettinn hefði getað tekið við. Það var jú aldrei möguleiki og þegar fólki verður það betur ljóst munu fylgistölur Samfylkingarinnar og Vg einnig breytast.
Nú reynir á Framsókn og Sjálfstæðisflokk að sýna að flokkarnir séu traustsins verðir og einnig þurfa borgarfulltrúar VG og S að sýna ábyrgð í sínum störfum til að endurreisa traust á borgarstjórninni í heild sinni fyrir næstu kosningar.
![]() |
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |