Hvar er 19. aldar götumyndin?

Það er allrar athygli vert að skoða myndir Egils Helgasonar af húsunum á Laugarveginum. Það er ekki um mikla 19. aldar götumynd að ræða í raun, svo það er spurning hvað sé í rauninni verið að vernda. Þar eru auðvitað falleg hús sem eru þess virði að sýna virðingu, en götumynd er erfitt að tala um.

Í göngutúr gærdagsins gengum við niður þessa ágætu götu, en á leiðinni til baka sáum við að á  Skólavörðustígnum er götumynd mikið betur samhangandi í þeim stíl sem Ólafur F er tilbúinn að eyða hundruðum milljóna.

Er ekki rétt að menn einbeiti sér frekar að þeim hluta en eyði ekki stórfé úr sameiginlegum sjóðum okkar borgarbúa í að vernda eitthvað sem ekki er.


Bloggfærslur 3. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband