Hvar er 19. aldar götumyndin?

Það er allrar athygli vert að skoða myndir Egils Helgasonar af húsunum á Laugarveginum. Það er ekki um mikla 19. aldar götumynd að ræða í raun, svo það er spurning hvað sé í rauninni verið að vernda. Þar eru auðvitað falleg hús sem eru þess virði að sýna virðingu, en götumynd er erfitt að tala um.

Í göngutúr gærdagsins gengum við niður þessa ágætu götu, en á leiðinni til baka sáum við að á  Skólavörðustígnum er götumynd mikið betur samhangandi í þeim stíl sem Ólafur F er tilbúinn að eyða hundruðum milljóna.

Er ekki rétt að menn einbeiti sér frekar að þeim hluta en eyði ekki stórfé úr sameiginlegum sjóðum okkar borgarbúa í að vernda eitthvað sem ekki er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hm.... var þetta svona slæmt... ég mundi þetta heldur skárra.... eimitt...ég spyr líka.. hvar er þessi 19. aldar götumynd. Líklega er þetta meira bull en marga grunaði.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Fyrir mína parta hefi ég ekki séð heildstæða götumynd á Laugavegi nokkurn tímann, það er ef kalla skal á eitthvert heildarsamræmi hluta.

Nýjir steinkumbaldar með gömlum smáhýsum á milli á stangli er sú mynd sem ég sá fyrst er ég kom til Reykjavíkur og er enn sú hin sama og var þegar ég var íbúi á Laugavegi um tíma fyrir rúmum tveimur áratugum.

Mér finnst málið snúast um það að menn ákveði hvort halda eigí núverandi götumynd eins og hún er, burtséð frá skilgreiningu um meint heildarsamræmi eða ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.8.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála ykkur, þetta er mikið frekar spurning um að hafa smekkleg hús sem taka tillit hvert til annars.

Sú nálgun sem búið var að koma á málin fannst mér skynsamleg og sæi helst fyrir mér að hún kæmist til framkvæmda.

Gestur Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Sævar Helgason

Laugavegur hefur verið lengi í þróun,byggingu og endurbyggingum. Og fyrirframgefið skipulag-ekkert - svona gegnum tíðina.  Ef vel er skoðað er hægt að lesa Laugaveginn og byggingarnar þar - tengt ýmsum efnahagsskeiðum.  Bárujárnsklæddu timburhúsin eru frá tímum efnahagslægða og síðan þau beturbyggðu frá ýmsum tímum hinna betri tíma. T.d hún Egils Vilhjálmssonar á mótum Rauðarárstígs og Laugavegar er byggt fyrir mikinn stríðsgróða á árunum 1943- 1950. Síðan eru önnur neðar á Laugavegi  sem byggð voru á millistríðsárunum fyrir kreppuna miklu... Ég man svo langt að eitt af þessum stóru traustu steinhúsum innan við Vitastíginn var notað sem loftvarnarbyrgi á stríðsárunum- þangað fór ég tvisvar , þegar þýskar flugvélar flugu yfir- þá smábarn- Ekki dugðu blikkhúsin við hlutverkið.  Þannig að umbyltingarsaga húsanna við Laugaveg er orðin mjög löng og er enn í þróun ...  

Sett in til gagns og gamans 

Sævar Helgason, 4.8.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Takk fyrir þetta Sævar. Laugavegurinn er, eins og hann er í dag, akkurat spegill íslenskrar byggingalistar og heldur því áfram ef farið verður eftir þeim tillögum sem unnar voru á sínum tíma.

Gestur Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Hef hvergi séð Laugaveginn í Reykjavík auglýstan sem einhverja táknræna mynd af uppbyggingu borgarinnar. Það hefði kannski einhverntíman verið ástæða til að vernda þessa götu til að sýna hversu örbirgð Íslendinga var mikil þegar byggð tók að þéttast hér í höfuðborginni.

Í dag er þessi gata aðeins tákn þess að skipulagsmál Reykvíkinga hafa verið klúður allt frá fyrstu dögum byggðar.

Nokkur hús á Laugaveginum eiga sögu en í dag eiga þau ekkert annað, og samastaður þeirra í tilverunni er löngu sokkinn.

Árni Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband