Frábær gleðiganga
9.8.2008 | 20:51
Mikið rosalega var gaman á gleðigönguni í dag. Það sem mér fannst sérstaklega skemmtilegt var að sjá hvað það voru margir aðstandendur samkynhneigðra með í dag og hvað það er almenn ánægja og gleði.
Þetta hefði aldeilis ekki þótt svona sjálfsagt bara fyrir áratug eða svo.
Ég er bara ekki fjarri því að okkur gangi barasta sæmilega að tryggja samkynhneigðum fullt jafnrétti. Það er jú komið lagalega, en það er alltaf eitthvað eftir í hausnum á okkur er eftir sem þarf að vinna í.
- það kemur
Maður verður svo innilega glaður á svona dögum.
![]() |
Tugþúsundir í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þolinmæði aðila vinnumarkaðarins aðdáunarverð
9.8.2008 | 12:12
...eða kannski vítaverð.
Ríkisstjórnin talaði um það strax við myndun að stofna skuli samráðsvettvang aðila efnahagslífsins. Samfylkingin hafði þetta meira að segja í kosningastefnuskrá sinni.
Síðan hefur verið haldið eitt kaffiboð, fyrir hálfu ári síðan. Meðan hefur Róm brunnið.
Fyrst um sinn svöruðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar því að verið væri að undirbúa aðgerðir, sem þýðir að hún hefur talið aðgerða þörf, þótt hún hafi greinilega ekki getað komið sér saman umhvaða, en nú er hún farin að stæra sig af því að hafa ekkert gert.
Var þá ekkert að marka yfirlýsingarnar þá, eða er þetta eftiráskýring núna?
Þeir sem geta rekið ríkisstjórnina áfram, verða að taka höndum saman og gera það sem í þeirra valdi stendur til að vekja hana af svefni sínum í stólunum þægilegu.
Það er ábyrgðarhluti að gera það ekki.
![]() |
Til í slaginn saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |