Er ríkisstjórnin gengin af göflunum???
12.9.2008 | 00:31
Að stefna Ljósmæðrafélaginu í miðjum kjaraviðræðum er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi.
Algerlega fyrir neðan allar hellur.
Svona lagað hlýtur að vera rætt á ríkisstjórnarfundum, svo engin af ráðherrum ríkisstjórnarinnar getur skotið sér undan ábyrgð. Langar að minna á eftirfarandi grein úr lögum um ráðherraábyrgð:
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
En 17. gr stjórnarskrárinnar hljóðar:
Það bera allir ráðherrar ábyrgð. Allir:
Geir H Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen, Jóhanna Sigurðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G Sigurðsson, Einar K Guðfinnsson, Kristján L Möller, Björn Bjarnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðlaugur Þ Þórðarson og Össur Skarphéðinsson
![]() |
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |