Siðfræðilegt ritstjórnarmál
23.9.2008 | 16:24
Ég velti fyrir mér hvernig eigi að fjalla um svona mál í fjölmiðlum.
Auðvitað á að segja frá hroðalegum atburðum eins og þessum fjöldamorðum, en með því að greina frá nafni gerandans og fjalla um hann og þau hugsanlegu skilaboð sem hann vill koma á framfæri, er þá kannski verið að ýta öðrum sem eru á mörkunum að fara að fremja svona voðaverk fram af brúninni?
Það er þekkt að þegar farið er að fjalla um íkveikjur einhversstaðar, fer oft af stað íkveikjufaraldur um allan bæ.
Það er vandlifað...
![]() |
Finnski byssumaðurinn látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntamálaráðherra auglýsir fatafyrirtæki í grunnskólum
23.9.2008 | 11:00
Ég hélt að það væri almennt viðhorf í samfélaginu að börnum ætti að hlífa við auglýsingum og þá sérstaklega í grunnskólum, þar sem þeim er jú skylt að vera.
Menntamálaráðherra er mér greinilega ekki sammála, en hún hefur tekið sæti formanns dómnefndar í myndbandasamkeppni 66°Norður:
"Rammi keppninnar er 66°Norður og er nemendum í sjálfsvald sett hvernig þeir útfæra myndbandið hvort heldur sem þeir gera auglýsingu eða stuttmynd. Nemendur ráða einnig hvort þeir velja að tengja myndbandið útivistarlínu fyrirtækisins eða vinnufatnaði.
66°Norður útvegar ekki fatnað til þess að nýta við myndbandagerðina heldur er ætlast til þess að nemendurnir nýti eigin fatnað"
Fyrir það fyrsta er verið að fara fram á það að skólarnir auglýsi fatnað frá einu fyrirtæki og svo er nemendum gert skylt að kaupa eða útvega fatnað frá fyrirtækinu til að geta tekið þátt.
Í hvaða stöðu eru grunnskólarnir ef þeir skyldu neita að taka þátt í þessari auglýsingu, þegar menntamálaráðherra er sérstakur verndari auglýsingarinnar?
Hvað er Þorgerður Katrín að hugsa?