Kostir og gallar verðtryggingar

Það er einkennileg umræða þegar fólk kvartar yfir þeim viðskiptasamningum sem það gerir af fúsum og frjálsum vilja. Var það blekkt? Var það þvingað? Er um óeðlilega viðskiptahætti að ræða?

Nei.

Þegar maður borgar ekki meira af verðtryggðu láni en sem nemur rétt vöxtum er ekki nema von að eftirstandandi höfuðstóll hækki í verðbólgutíð. Það liggur í hlutarins eðli. Fólk er að fá greiðslufrest fyrir verðbólgunni.

Ef menn taka aftur á móti lán sem er með breytilegum vöxtum, verður afborgunin hærri þegar verðbólgan er há, en lægri þegar hún lækkar. Vegna þess að meira er borgað á verðbólgutímum gengur stöðugt á höfuðstólinn sem lækkar. Sú sveifla leiðir það af sér að meira borð þarf að vera fyrir báru þegar lán eru tekin og því ekki hægt að kaupa eins dýrt húsnæði en annars. Auðvitað er spurning hvort það er kostur eða galli.

Í raun má segja að verðtryggt lán veiti manni tryggingu fyrir því að mánaðarlegu útgjöldin hækki ekki úr hófi og er í raun greiðslufrestun og greiðslumiðlun milli tímabila með mismunandi verðbólgustigi.

Ég er ansi hræddur um að í núverandi verðbólgutíð væru margar fjölskyldur komnar í mun verri mál með húsnæðislán með breytilegum vöxtum, með þeim hörmungum sem því fylgdu.

Hins vegar verður einnig að taka tillit til þess að líklegast væru stýrivextirnir ekki svona háir ef Seðlabankinn hefði haft tök á að fara í vasa fjölskyldnanna í gegnum húsnæðislánin.

Það verður víst ekki bæði sleppt og haldið...

Værum við í Evrulandi með þessa verðbólgu væri staðan alveg sú sama. Verðbólga í evrum virkar nefnilega alveg eins og verðbólga í krónum.

Sú festa í stjórn efnahagsmála sem óneitanlega fylgdi evruupptöku ætti að óbreyttu að halda verðbólgunni niðri, á kostnað atvinnustigsins, en það er ekkert sem segir að menn geti ekki haldið sama aga þótt gjaldmiðillinn sé króna, menn hafa bara ekki gert það og núverandi ríkisstjórn er því miður síst best í því.

Hins vegar væri allrar athygli vert að skoða að það séu ekki bara neytendur sem eigi að taka verðbólguáhættuna. Ef lánveitendur ættu að taka á sig einhvern hluta þeirrar áhættu, eins og Birkir J Jónsson lagði til að skoðað yrði, væru hagsmunirnir þeir sömu og bæði bankar og aðrir myndu hafa hag af því að hafa verðbólguna lága.


mbl.is Skuldin hækkar hraðar en eignin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband