Ljósmæður fara fram á leiðréttingu - ekki kauphækkun
3.9.2008 | 17:23
Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen á Kirkjuhvoli viðurkenndi í ræðustól í dag að ljósmæður væru að fara fram á leiðréttingu launa sinna, en sagði um leið að ekki væri svigrúm til að hækka laun eins og árferðið væri.
Ljósmæður eru ekki að fara fram á kauphækkun umfram það sem hjúkrunarfræðingar sömdu um, heldur leiðréttingu á því hvernig nám þeirra er metið til launa.
Á því er reginmunur hvort verið sé að fara fram á almenna kauphækkun umfram aðra launþega, eða hvort verið sé að fara fram á leiðréttingu mistaka.
Í því sambandi er rétt að minna á að hjúkrunarfræðingar standa með ljósmæðrum í sinni baráttu og viðurkenna þar með að þeir eigi rétt á því að hækka í samanburði við hjúkrunarfræðinga.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir kröfur Ljósmæðrafélags Íslands um aukið verðmat á háskólanámi. Stjórn Fíh minnir á fyrirheit þau sem sett voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti þar sem segir m.a.: Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. |
![]() |
Lokað og læst á ljósmæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Semjið við ljósmæður
3.9.2008 | 09:43
Við hjónin erum algerlega á steypinum, sett 10. september.
Miðað við það sem fram hefur komið er alveg ljóst að samninganefnd ríkisins verður einfaldlega að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað.
Ljósmæður eiga að fá sérnám sitt metið.
Minni á eftirfarandi úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
"Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta."
Miðað við þetta hafa samningamenn ríkisins ekkert umboð til annars en að leiðrétta þessi mistök og ber Árni Mathiesen fjármálaráðherra að koma þeim skilaboðum til skila.
![]() |
Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |