Pólitískt nef Össurar er verðmætt
4.9.2008 | 23:29
Ég var líklegast ekki einn um að finnast flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hálf umkomulausir á sviðinu þegar handboltalandsliðið var hyllt á Arnarhóli. Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra og þá starfandi forsætisráðherra, átti að sjálfsögðu að vera þarna með forsetanum, en þar með lýkur upptalningunni.
Þegar Össuri Skarphéðinssyni varð ljóst í hvað stefndi í móttökunni á Kjarvalsstöðum sýndi hann að hann hefur ekki misst lyktarskyn fresskattarins þótt hann hafi slegist við alla hina kettina í hverfinu.
Hann hafði nefnilega vit á því að kveðja, láta sig hverfa og komast þannig hjá því að líta út fyrir að vera að reyna að baða sig að ósekju í dýrðarljóma handboltalandsliðsins á sviðinu á Arnarhóli.
Lyktarskyn er verðmætur eiginleiki hjá stjórnmálamanni.
Bara ef það hentar mér - öskrandi þögn VG um olíuleit
4.9.2008 | 11:03
Ég fagna því að við skulum ætla að rannsaka það hvort olíu sé að finna á íslenska landgrunninu. Veitti umsögn um frumvörpin um leitina á sínum tíma og veit að unnin hefur verið góð vinna við þennan undirbúning, bæði í tíð núverandi og fyrrverandi iðnaðarráðherra.
En það sem stingur í augun er öskrandi þögn VG um málið. Ekkert er að finna um málið í ályktunum síðasta flokksráðs og ekkert í stefnuskrá flokksins. Þar er bara talað gegn stóriðju.
Steingrímur J Sigfússon talar á móti álverum og olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og staglast endalaust á því að Ísland hafi ekki losunarkvóta fyrir alla þessa uppbyggingu. Það er rétt og óumdeilt og ekki rök í málinu. Þeir aðilar sem ekki fá kvóta úthlutað frá ríkinu kaupa hann einfaldlega á markaði.
Steingrímur J talar aftur á móti ekkert gegn olíuleitinni, heldur er hann meðflutningsmaður á þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleitina í heimabyggð sinni.
Er þetta hámark NIMBY-ismans?
Það má engin sóða - nema það henti honum?
![]() |
Fagnar áhuga olíurisanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilviljun hvaða búðir merkja vel?
4.9.2008 | 10:05
Það er undarleg tilviljun að allar þær búðir sem koma verst út í þessari verðmerkingakönnun skuli vera Baugsbúðir, en þeir eiga enga af þeim sem eru með sitt í lagi.
Ef þetta hengi bara á verslunarstjórunum hlytu búðir frá hinum ýmsu eigendum að detta inn í báða flokkana, en það er greinilegt að svo er ekki.
![]() |
Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |