Pólitískt nef Össurar er verðmætt

Ég var líklegast ekki einn um að finnast flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hálf umkomulausir á sviðinu þegar handboltalandsliðið var hyllt á Arnarhóli. Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra og þá starfandi forsætisráðherra, átti að sjálfsögðu að vera þarna með forsetanum, en þar með lýkur upptalningunni.

Þegar Össuri Skarphéðinssyni varð ljóst í hvað stefndi í móttökunni á Kjarvalsstöðum sýndi hann að hann hefur ekki misst lyktarskyn fresskattarins þótt hann hafi slegist við alla hina kettina í hverfinu.

Hann hafði nefnilega vit á því að kveðja, láta sig hverfa og komast þannig hjá því að líta út fyrir að vera að reyna að baða sig að ósekju í dýrðarljóma handboltalandsliðsins á sviðinu á Arnarhóli.

Lyktarskyn er verðmætur eiginleiki hjá stjórnmálamanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eigi veit ég það svo gjörla Gestur þvi slíkt kann stundum að skrifast sem algjör tækifærismennska, og þar er viðkomandi sem þú hér nefnir til sögu nokkuð liðtækur að dansa á línunni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já, hann er vanur að dansa á línunni og er orðinn reyndur og nýttist það honum vel þarna, enda dansaði hann réttu megin.

Gestur Guðjónsson, 5.9.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband